skali1b_nem_flettibok - page 133

Kafli 5 • Algebra og jöfnur
131
A
aðgerðartákn
tákn sem sýnir hvaða reikniaðgerð á að nota, til dæmis samlagningu eða frádrátt
afsláttur
lækkun á vöruverði
afstæð tilvísun í reit
felur í sér að formúlan er aðlöguð og breytist þegar maður afritar hana yfir í annað hólf
í töflureikni
algebrugluggi
í rúmfræðiforritum inniheldur algebruglugginn meðal annars hnit punkta og jöfnur
algebrustæða
stærðartákn þar sem öllum tölunum eða einhverjum þeirra er skipt út fyrir bókstafi.
Bókstafirnir í algebrustæðu tákna óþekktar tölur.
alhæfa
láta niðurstöður gilda fyrir stærra safn eða hóp en þann sem niðurstöðurnar fengust úr
almennt brot
tala sem skrifa má með teljara, nefnara og brotastriki. Teljarinn og nefnarinn eru heilar tölur,
nefnarinn er ekki 0. Brotastrikið má lesa sem deilingarmerki. Heilar tölur má einnig líta á sem
almenn brot þar sem nefnari er 1 eða nefnari gengur upp í teljarann.
altæk tilvísun í reit
felur í sér að formúlan í heild eða hlutar af henni „læsast“ þegar hún er afrituð. Þú læsir altækri
tilvísun með því að nota dollaratáknið $.
armur horns
önnur af hálflínunum tveimur sem mynda horn. Hægri og vinstri armur horns ganga út frá
oddpunkti hornsins.
aukastafir
tölustafir hægra megin við kommuna í tugabroti. Fyrsti aukastafurinn sýnir tíundu hluta, annar
aukastafurinn sýnir hundraðshluta o.s.frv.
B
bein formúla
formúla sem gefur myndtöluna í talnamynstri beint frá myndnúmerinu
beint horn
horn sem er 180°; hornið myndar því beina línu
blandin tala
er samsett úr heilli tölu og eiginlegu broti
bogi
hluti hringferils
bókstafareikningur
reikningur með bókstöfum sem tákn fyrir tölur og breytur
bókstafastæða
táknar það sama og algebrustæða
breidd flokka
mismunur á hæsta og lægsta gildi talnasviða sem gögnum er skipt í
breyta (í algebru)
tákn sem merkir gildi tölu sem getur breyst
breyta (í tölfræði)
ýmis breytileg gögn sem eru til rannsóknar. Breyturnar geta verið tölur eða texti.
D
dálkur í töflureikni
lóðrétt röð hólfa (hólfin sem koma hvert undir öðru). Dálkarnir í töflureikni eru merktir með
bókstöfum.
deiling
það að deila
deilir
talan sem deilt er með
deilistofn
tala sem á að deila í með annarri tölu; samsvarar teljaranum í almennu broti
dreifing
mál sem sýna dreifingu, segja til um hvernig gagnasafn dreifist; spönn er algengt mál sem lýsir
dreifingu
E
eiginlegt brot
brot sem hefur gildi milli 0 og 1. Nefnarinn er alltaf stærri en teljarinn.
einingarbrot
almennt brot þar sem teljarinn er 1
einslæg horn
horn með annan arminn sameiginlegan. Við samsíða línur eru þessi horn alltaf jafn stór.
endapunktur
lokapunktur, afmarkar strik
F
fasti
gildi sem breytist ekki
ferningstala
margfeldi tveggja jafn stórra náttúrulegra talna: 1 x 1, 2 x 2, 3 x 3, 4 x 4 og svo framvegis. Fyrstu
ferningstölurnar eru 1, 4, 9 og 16. Allar ferningstölur má skrifa sem veldi með veldisvísinum 2.
ferningur
rétthyrningur þar sem allar hliðarnar eru jafn langar
flatarmál
mælitala sem segir til um hve stór flötur er. Við notum t.d. m
2
(fermetra) til að gefa upp stærðir
flata (flatarmálið). Ef um litla fleti er að ræða notum við cm
2
(fersentimetra); ef fletirnir eru
stórir notum við km
2
(ferkílómetra).
flokkaskipt gögn
gögn sem skipt er í mismunandi flokka til að auðvelda yfirsýn
flutningur
samheiti yfir speglun, snúning og hliðrun
formerki
segir til um hvort tala er pósitíf eða negatíf. Táknin + og – eru notuð sem formerki.
Orðskýringar
1...,123,124,125,126,127,128,129,130,131,132 134,135,136,137,138,139,140
Powered by FlippingBook