Ída
Bróðir
3
17
Skali 1B
116
5.83
Skráðu hvert dæmi sem jöfnu og leystu hana.
a
Bróðir Ídu er 3 árum eldri en hún.
Hve gömul er Ída ef hún og bróðirinn eru samtals 17 ára?
Hvað er bróðirinn gamall?
b
Ásta er 2 árum eldri en Birna. Birna er 2 árum eldri en Sylvía. Ásta,
Birna og Sylvía eru samtals 99 ára.
Hve gömul er Birna? Hve gamlar eru Ásta og Sylvía?
c
Erpur er 2 árum yngri en Páll. Aldur Péturs er tvöfaldur aldur Páls.
Bræðurnir Erpur, Páll og Pétur eru samtals 38 ára.
Hvað er Erpur gamall? Á hvaða aldri eru hinir bræðurnir?
d
Kasper er 4 árum eldri en Jesper. Jónatan er helmingi yngri en Kasper
verður eftir 4 ár. Ræningjarnir þrír eru samtals 73 ára.
Hversu gamall er Jónatan? Hversu gamlir eru hinir ræningjarnir?
5.84
Skrifaðu hvert verkefni sem jöfnu og leystu hana.
a
Í frímerkjabók Jóns eru 16 blaðsíður með jafn mörgum frímerkjum
á hverri. Alls á Jón 576 frímerki.
Hve mörg frímerki eru þá á hverri blaðsíðu?
b
Pálína skiptir striki í 11 hluta. Hver hluti er 8,2 cm á lengd.
Hve langt er strikið í heild?
5.85
Skráðu hvert dæmi sem jöfnu og leystu hana.
a
Þegar þú leggur 7 við ákveðna tölu verður svarið 12.
Hver er talan?
b
Þegar þú bætir 3 við ákveðna tölu og deilir síðan í summuna
með 2 verður svarið 7.
Hver er talan?
c
Tala er 3 stærri en önnur tala. Summa þessara tveggja talna er 45.
Hver er minni talan?
d
Summa þriggja heilla talna, sem koma hver á eftir annarri
í talnaröðinni, er 42.
Hver er minnsta talan?
e
Ef tala er margfölduð með 5 verður hún 34 stærri en þreföld upphaflega
talan. Hver er talan?