Background Image
Previous Page  105 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 105 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Algebra og jöfnur

103

Algebra er öflugt verkfæri þar sem niðurstöðurnar gilda án tillits til þess hvaða tölur

bókstafirnir merkja. Þetta gerir það að verkum að við getum notað bókstafi til að búa

til almennar reglur.

Hvaða svar færðu?

1 Hugsaðu þér tölu,

2 leggðu 3 við hana,

3 margfaldaðu svarið með 2,

4 dragðu frá töluna sem þú hugsaðir þér,

5 leggðu 4 við og

6 dragðu frá töluna, sem þú hugsaðir þér, einu sinni enn.

Tillaga að lausn

1 Við hugsum okkur töluna 12.

2 12 + 3 = 15

3 15 · 2 = 30

4 30 − 12 = 18

5 18 + 4 = 22

6 22 − 12 = 10

Svarið er 10.

5.60

Hvaða svar færðu?

a

Hugsaðu þér tölu sem er stærri en 20. Fylgdu uppskriftinni í sýnidæmi 12.

Segðu bekkjarfélaga þínum hvaða svar þú færð.

b

Hugsaðu þér neikvæða tölu. Fylgdu uppskriftinni í sýnidæmi 12.

Segðu bekkjarfélaga þínum hvaða svar þú færð.

c

Hugsaðu þér almennt brot milli 0 og 1. Fylgdu uppskriftinni í sýnidæmi 12.

Segðu bekkjarfélaga þínum hvaða svar þú færð.

Sýnidæmi 12