59
1.
Samningur – nemandi –foreldri – kennari
(markmið/áætlun)
2.
Samningur – nemandi – foreldri
(markmið)
3.
Að setja sér markmið (markmið/áætlun)
4.
Heimavinna – áætlun
5.
Samkomulag – nemandi – foreldri
(markmið)
6.
Samkomulag – nemandi – kennari
(markmið)
7.
Vinnuspjald
8.
Að læra af mistökum (sjálfsmat)
9.
Hvað vil ég bæta? (markmið)
10.
Yfirlit yfir daginn (sjálfsmat)
11.
Hvernig get ég breytt hegðun minni?
(sjálfsmat)
12.
Að tala við aðra (sjálfsmat)
13.
Hvernig finnst mér best að læra? (sjálfsmat)
14.
Hvernig vinn ég? (sjálfsmat)
15.
Náms- og kennsluaðstæður (gátlisti)
16.
Nám og kennsla (gátlisti)
17.
Gátlisti – aðgerðarlisti (gátlisti)
18.
Hegðun í skólastofunni (gátlisti)
19.
Hegðunarkort 1
20.
Hegðunarkort 2
21.
Hegðunarkort 3
22.
Frímínútnabók
Eyðublöð (áætlanir, samningar, mats- og gátlistar)
Á næstu blaðsíðum eru sýnishorn af eyðublöðum, þ.e. áætlanir, samningar,
mats- og gátlistar, sem finna má á vefsíðu Námsgagnastofnunar og ADHD-
samtakanna og prenta út að vild. Gátlistarnir eru hugsaðir fyrir kennara til
að minna sig á og athuga hvað má bæta í kennslu en önnur eyðublöð eru
ætluð nemendum. Gert er ráð fyrir að kennarar, nemendur og, þegar við á,
foreldrar fari sameiginlega í gegnum atriði sem þar eru tilgreind. Kennari
metur hvort hann lætur nægja að gera það munnlega eða skráir á blaðið
áhersluatriði. Í þeim tilvikum sem nemandinn skráir sjálfur er ekki ólíklegt
að hann/hún þurfi hjálp við að skrifa en það ræðst auðvitað af aldri og
getu.
Nota má eyðublöðin eins og þau koma fyrir en þau eru ekki síður
hugsuð til að gefa kennurum hugmyndir sem þeir geta stuðst við og lagað
að sínum nemendum og aðstæðum. Útfærslan getur verið með ýmsu móti.
Ljósrita má nokkur blöð, hefta saman og búa til litla bók sem nemandi
skráir í sjálfur eða með kennara. Þetta á t.d. við um hegðunarkort, frí-
mínútnabók og sjálfsmatsblöð. Einnig má útbúa margnota efni með því
að ljósrita kortin á pappa og plasta. Þá merkja nemendur í viðeigandi reiti
með tússpenna og þurrka út. Þótt eyðublöðin séu flest í A4 er auðvelt að
minnka þau í ljósritun og búa til bækur eða spjöld sem eru í minna broti.
Yfirlit yfir eyðublöð
1...,51,52,53,54,55,56,57,58,59,60 62,63,64,65,66,67