connect_klb_sea - page 14

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
14
The Cold Wind Blows
Bls. 8–9
Áhersla
Hér er áherslan á umhverfið og náttúruna. Orða-
forðinn er moon, stars, northern lights og mountains
en eins og venjulega er listinn ekki tæmandi. Út frá
umræðu um himininn getur margt komið fram sem
gaman er að ræða við nemendur og eykur enn frekar
orðaforða þeirra.
Hér mætti einnig kenna nemendum að bera saman,
t.d. árstíðirnar og læra orðin same og different.
Einnig mætti fjalla um andstæður; cold and hot, dark
and light, high and low og svo framvegis.
Hugmyndir
Útikennsla
Þar sem umhverfið og náttúran er aðal áherslan hér væri tilvalið að fara í göngu í náttúrunni og safna
saman því sem rekur á fjörur nemenda til að taka með heim í skólastofuna. Svo má vinna með það sem
fannst; ræða hvort hlutirnir sem fundust eigi sér einhverja sérstaka árstíð og heiti þeirra á ensku. Síðan
mætti velta fyrir sér hvort einhverjir aðrir hlutir hefðu fundist ef um aðra árstíð hefði verið að ræða. Til
dæmis finnst mikið af laufblöðum á haustin og þá mætti ræða hvort laufblöð hefðu fundist yfir hávetur
eða hvort klaki finnist á sumrin.
Venn diagram
Velja tvær árstíðir til að bera saman. Áherslan er á orðin same og different. Orðaforði sem einkennir
hverja árstíð er tekinn fyrir. Gera má tvö slík verkefni til að taka fyrir allar fjórar árstíðirnar og setja í
safnmöppuna.
Efni til útprentunar
8
The Cold
Wind Blows
moon
mountains
northern lights
snow
stars
Did you know
:Nothern lights canbepurple,greenandpink?
Themoon,starsand
northern lights shine
bright in thedark sky.
Snow covers themoun-
tainsand theair is cold.
9
.
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19
Powered by FlippingBook