connect_klb_sea - page 13

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
13
Autumn is Here
Bls. 6–7
Áhersla
Hér er haustið tekið fyrir og orðaforðinn sem tengist
haustinu, veðrið sem því fylgir og fatnaðurinn. Að
auki er lögð áhersla á litina sem fyrir marga er eflaust
upprifjun. Í verkefnunum sem fylgja eru vikudagar
og mánuðir æfðir en þá er gott að leggja áherslu á
að dagar og mánuðir eru ritaðir með stórum staf í
ensku. Einnig hvernig dagsetningar eru sagðar og
ritaðar (raðtölur). Góð leið til að æfa þetta munnlega
er að láta nemendur segja hvenær þeir eiga afmæli.
Hugmyndir
6
Autumn is Here
Autumn ishere.
In theautumn,
the leaves turn
red,orange,yellow
andbrown.
Thedaysgrow colder
anddarker.Kidsgo
back to school.
bag
backpack
boots
grey jacket
redvest
red scarf
shoes
yellowhat
7
.
Did you know
:Thereare180days ina schoolyear?
Litatöfrar
Einfalt en mjög skemmtilegt litaverkefni er að hella
mjólk (nýmjólk) á disk og setja nokkrar tegundir
af matarlit í hana, fáeina dropa. Einn dropi af upp-
þvottalegi saman við fær svo litina til að dansa á
disknum. Þetta má endurtaka nokkrum sinnum.
Nemendur hafa mjög gaman af þessu og þá er kjör-
ið að útskýra framkvæmdina á ensku og spjalla svo
um litina og hvernig þeir breytast, allt á ensku að
sjálfsögðu.
Calendar
Búið er til dagatal, bekkurinn saman eða hver fyrir
sig. Hægt er að merkja inn á dagatalið einhverja
viðburði og skreyta það með myndum tengdum
árstíðinni hverju sinni. Í þessu verkefni þarf
kennarinn að fara vel yfir heiti daganna og hvernig
dagsetningar eru sagðar og bornar fram.
Söngvar
Mikið er til af lögum um vikudagana og mánuðina.
Mörg þeirra má finna með því að leita að „songs
about the weekdays“ og „songs about the months“
á
. Þá er um að gera að spila
lögin af netinu og syngja með. Það auðveldar
nemendum mjög að læra heitin.
Colour wheel
Með því að lita litahringinn gefst tækifæri til að fara
vel yfir heiti litanna og hvernig má blanda þeim
saman til að fá aðrar tegundir af litum. Bæta mætti
við ljósum og dökkum litum á meðan nemendur
lita hringinn. Blaðið fer svo í safnmöppuna.
Efni til útprentunar
1...,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12 14,15,16,17,18,19
Powered by FlippingBook