connect_klb_sea - page 12

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
12
Summer Sunshine
Bls. 4–5
Áherslur
Opnan fjallar um sumarið og þær athafnir sem við
tengjum við þá árstíð. Umræður um sumarfatnað
og hugmyndir að því sem nemendur eru vanir að
gera yfir sumartímann hæfa vel hér.
Mörgæsin og lundinn benda á að það eru ekki endi-
lega sömu árstíðirnar í öllum löndum. Tekið er dæmi
um Ástralíu og Ísland því tilvalið að finna þau lönd
á korti. Í framhaldinu mætti tala um ýmis lönd og
heimsálfurnar sem og áttirnar (north, south, east
and west).
Hugmyndir
2
The Four Seasons
of Iceland
Summer iswarmandbright.
Winter is coldanddark.The snowbegins to fall.
Winter
Summer
In the spring, rain falls
andplantsbegin togrow.
Spring
Autumn
In theautumdays
becomedarker.
Leaves change colour.
Summerand
winter.
3
Þegar fyrstu landnem-
arnir settust að á Íslandi
voru aðeins tvær árstíðir?
Sú hlýja og bjartaog sú
kalda og dimma.
World map
Hér mætti setja stórt heimskort á vegginn í stofunni
og finna löndin Ísland og Ástralíu. Umræða um til
hvaða landa nemendur hafa komið eða hvaða lönd
þeir þekkja gæti svo farið fram og þá er alltaf bent
á löndin á kortinu og heiti þeirra nefnd á ensku. Um
leið mætti tala um hvaða árstíð er í hverju landi og
hvernig veðrið er það. Eins væri mögulegt að ræða
um fána landanna, fána má t.d. finna á slóðinni
.
Þá er hægt að fara yfir litina í fánunum og ræða
hvað löndin heita á ensku. Þetta verkefni gæti
verið hluti af stærra verkefni út frá söguramma
(storyline).
Einnig gæti hver og einn merkt inn á sitt kort og
sett í safnmöppuna sína.
Árstíðir um allan heim
Umræða um árstíðirnar og veðrið í heiminum gæti
verið mjög skemmtileg og gagnleg. Þá má benda á
að það er ekki endilega sama árstíð alls staðar í
heiminum. Nefna mætti dæmi um þetta og heyra
hjá nemendum hvað þeir vita um efnið eða hafa
reynslu af. Slíkt getur kallað fram skemmtilega
umræðu.
Show and tell
Gaman gæti verið að fá nemendur til að koma með
hluti sem tengjast sumrinu í skólann (ball, clothes,
shovel, sunglasses …) og fara yfir heiti hlutanna.
Nemendur gætu jafnvel klætt sig í fötin og tekið
myndir af hlutunum. Prenta mætti út myndirnar og
nemendur skrifað setningar/orð undir myndirnar.
Einnig gætu verið kynningar út frá þeim hlutum
sem komið var með í skólann. Hlutirnir gætu tengst
fleiri árstíðum, allt eftir því hvað hentar. Í lokin
gætu nemendur skrifað nokkrar setningar um
hlutina á Portfolio sheet.
Efni til útprentunar
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19
Powered by FlippingBook