connect_klb_sea - page 4

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
4
Um
Connect
Námsefnið
Connect
er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskólans, einkum í 3. og 4. bekk. Það hentar
vel byrjendum í ensku sem hafa náð tökum á lestri en getur einnig nýst nemendum á miðstigi sem ekki
hafa náð grundvallarfærni í ensku. Efnið byggist á stuttum þemaheftum sem hægt er að vinna með á
margvíslegan hátt. Eitt efni eða þema er tekið fyrir í hverju hefti. Heftin eru þrjú talsins,
Atlantic Ocean
,
Celebrations
og
Seasons
.
Celebrations
er miðað við bandarískt málsvæði en hin heftin tvö við breskt.
Efnið tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla 2011 og 2013. Þessar kennsluleiðbeiningar sem fylgja
heftunum eru gefnar út á vef Námsgagnastofnunar. Í þeim eru kennsluhugmyndir og efni af ýmsu
tagi til útprentunar.
Hugmyndafræði og kennsluaðferðir
Mikilvægt er að fyrstu árin í enskukennslunni séu skemmtileg og eftirminnileg. Aðstæður í kennslustofu
eiga að vera hvetjandi og ýta undir áhuga nemenda á að læra.
Í enskukennslu yngstu nemendanna er mikilvægt að vinna með orðaforða og þemu sem þeir þekkja og
tengja við. Heftin þrjú byggja því á þemum sem eru nemendum kunn og tengjast þeirra umhverfi með
einum eða öðrum hætti. Gert er ráð fyrir að flestir nemendur búi yfir einhverri kunnáttu í ensku og þekki
til að mynda tölurnar og litina en í öllum heftunum gefast tækifæri til að rifja þennan grunnorðaforða
upp. Nýr orðaforði er einnig kynntur til sögunnar.
Enskuefninu
Connect
fylgir ekki vinnubók heldur er hugmyndin að nemendur safni saman verkefnum
sínum og vinnu og taki með sér heim í lok skólaársins. Þar safna þeir saman því sem þeir hafa lært og
ferli þeirra við að læra það. Hér gæti verið um að ræða einhvers konar safnmöppu eða „portfolio“.
Í tengslum við slíkt mætti styðjast við hugmyndir í Evrópsku tungumálamöppunni, sjá
.
Í hugmyndum að verkefnum er stundum
lagt til að notað sé sérstakt blað, protfolio sheet, sem fer í safnmöppu (portfolio).
Í kennsluleiðbeiningum eru tilgreindar áherslur, hugmyndir að verkefnum og efni til útprentunar fyrir
hverja opnu í þemaheftum. Verkefnaval er í höndum hvers kennara og eru kennarar hvattir til þess að
finna enn aðrar leiðir til að nýta sér efnivið heftanna á fjölbreyttan og skapandi hátt. Einnig má nýta
heftin í stærri eða minni þemaverkefni. Þá geta þau einnig komið að notum í þemum sem tengjast öðrum
námsgreinum. Nota mætti söguaðferðina (storyline) og útbúa söguramma fyrir hvert hefti eða hverja
opnu. Heftið
Atlantic Ocean
býður til dæmis upp á mikla samþættingu við samfélagsgreinar. Smærri
þemu innan heftisins eins og fuglar, sjávardýr og ströndin gætu hæglega verið hluti af sögurömmum
innan náttúrufræðinnar.
.
Kennsluleiðbeiningum fylgja
Picture cards
eða myndaspjöld sem nýta má í hin ýmsu verkefni og einnig
umræðublöð
Discussion sheets
sem hjálpa kennaranum að leiða umræður um efnið en má einnig nýta
með nemendum í talæfingar. Hugmyndir og verkefni sem fylgja eru engan veginn tæmandi og eru
kennarar hvattir til að tengja heftin við aðrar námsgreinar og auka við efnistökin, allt eftir því sem hentar
hverju sinni.
1,2,3 5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,...19
Powered by FlippingBook