Draumur Bólivíumanna
Námumennirnir og kölski
Skíðalöndin bráðna
Land maísölsins
Reiðir indíánar
Hafið undir himinhvolfinu

Ný lönd má skoða á margan hátt. Þú getur lesið bækur eftir þarlenda höfunda, ferðalýsingar eftir aðra sem þangað hafa farið, horft á fréttaútsendingar eða komið þér í kynni við fólk sem hefur verið þar.

Svo getur þú farið þangað. En það er ekki hægt að fara allt, og þess vegna verður þú að velja.

Í kaflanum Ferðin í þessu efni um Bólivíu ætlum við að reyna að gefa þér innsýn í landið og þjóðlífið. Hér getur þú valið úr efni af ýmsu tagi. Það er ekki byggt ekki á ákveðnu þema eins og í köflunum Fótspor, Í brennidepli og Svipmyndir.

Góð hugmynd er að teikna þversnið af landi sem ætlunin er að skoða. Það getur þú gert ef þú ætlar að skoða eitthvert svæði sérstaklega, hvort sem það er stórt eða lítið. Þú getur t.d. teiknað þversnið af Íslandi frá Eskifirði til Ólafsvíkur, þú getur teiknað þversnið af bænum þínum eða sveitinni, skólstofunni, húsum eða fólki sem þú vilt vita meira um.