Reiðir indíánar
Indíánar mótmæla því að land þeirra
hefur verið gert upptækt.
Indíánar í frumskógum Bólivíu eru reiðir. Þeir eru reiðir
vegna þess að aðrir gera tilkall til landsins þar sem þeir búa. Indíánarnir
telja sig eiga stór landsvæði af því að forfeður þeirra bjuggu þar
árum saman.
En nú koma aðrir og gera tilkall til landsins. Sumir stunda kvikfjárrækt á landsvæðum indíána, aðrir fella trén. Úr timbrinu eru smíðuð glæsileg húsgögn sem seld eru til útlanda. Það vilja indíánarnir ekki. Þeir telja sig eiga landið. Þess vegna hafa þeir stofnað samtök og oft farið í mótmælagöngur. Þeir hafa gengið 650 kílómetra úr frumskógunum inn í höfuðborgina La Paz til þess að krefjast réttar síns.
Þú getur lesið kaflann um Suður-Afríku þar sem fjallað er um þjóðir sem reknar hafa verið frá landsvæðum sínum.
Hver á rétt á landinu?
Chimanes-indíáni með apa sem er tilbúinn
í pottinn.
Stjórnvöld hafa að hluta tryggt sum réttindi indíána. Til dæmis byggja
stjórnvöld skóla þar sem nokkur af tungumálum indíánanna eru töluð.
Og að nafninu til hafa þeir öðlast rétt á nokkru af landi sínu. En þrátt
fyrir það eru indíánar enn fúlir út í kókabændurna,
sem ryðja skógana til að geta ræktað kókarunna.