Skíðalöndin bráðna

Sá skíðastaður, sem hæst liggur í heiminum, er að bráðna. Jökullinn á Chacaltaya-fjalli í Suður-Ameríkulandinu Bólivíu minnkar ár frá ári.
Þar með glata skíðamenn heimsins einustu gönguskíðabraut sinni sem er í meira en fimm kílómetra hæð yfir sjó.

Af hverju?

http://www.dmi.dk/f+u/

Fýluferð upp á topp með hæstu skíðalyftu í heimi

„Síðastliðið ár var jökullinn u.þ.b. 100 m breiðari“ segir Manuel Aramayo, ein af gömlu kempunum í skíðafélagi staðarins.
Hann bregður sér í reynsluferð á skíðagöngubrautinni, en kemst aðeins að raun um, að ekki verður hún opnuð þennan daginn. Þá myndi snjórinn alveg hverfa úr brautinni. Manuel Aramayo er dreginn upp í fornlegri skíðalyftu sem gerð er úr stálkaðli sem látinn er renna á beygluðum bílhjólum sem hengd hafa verið á nokkra staura.



Manuel Aramayo á ekki í neinum vandræðum með að krækja skíðastafnum sínum í keðjuna og láta lyftuna draga sig upp. En þessi lyfta yrði nú aldeilis ekki samþykkt á skíðasvæðum í Evrópu.

Þegar Manuel Aramayo er kominn upp, heill á húfi, tilkynnir hann skíðamönnunum átta sem mættir eru á staðinn, að ekki verði farið á jökulinn. Vonsviknir leysa þeir af sér skíðaskóna. Enn einu sinni hafa þeir farið fýluferð upp á Chacaltaya-fjall. Fyrir þrem árum var hægt að vera á skíðum frá því í nóvember og fram í mars. Núna er aðeins skíðafæri í einn mánuð. Aðra mánuði er ekki nægur snjór.
http://www.goski.com/bolivia.htm