Land maísölsins
Hverfiskráin.
Cochabamba dalurinn er best þekktur fyrir "chicha",
eða maísöl.
Maísöl er búið til á sérstakan hátt. Fyrst er maísinn mauksoðinn. Svo setja konurnar maísmaukið upp í sig og tyggja vel. Síðan spýta þær því út úr sér í stóran pott. Gerhvatar úr munnvatninu koma af stað gerjun og sykurefni breytast í vínanda.
En margar krár svindla svolítið á chicha-ölinu. Þar er maísinn soðinn og sterkum vínanda hellt út í. Þannig verður komist hjá þeirri fyrirhöfn að láta maísinn gerjast. Það þarf að þekkja vel til ef ætlunin er að finna krá sem selur góða, gamla maísölið.