Hafið undir himinhvolfinu

http://earth.jsc.nasa.gov/lores.cgi?PHOTO=STS057-099-065

Jarðvísindamenn hafa sannað að þar sem nú er Altiplano-hásléttan hafi fyrir 15.000 verið víðáttumikið innhaf sem náði yfir meira en 200.000 km2 svæði. Nú á tímum má sjá í fjöllunum þarna í grennd hve hátt vatnið hefur staðið. Á hásléttunni finnast líka leifar af steingervingum úr hafinu.

Svo virðist sem feiknasterkur jarðskjálfti hafi brotið skarð í fjallgarðinn, þannig að myndast hafi rás fyrir vatnið niður af hásléttunni.

Þegar hásléttan þornaði upp urðu aðeins Titicacavatn og Poopovatn eftir. Úr Titicacavatni renna mörg fljót; þannig að frárennsli þess er stöðugt. Eitt þessara fljóta rennur í Poopovatn sem er frárennslislaust. Þess vegna verður vatnið saltara og saltara.

Af hverju ætli það sé? Og hvað verður af öllum ánum sem renna í vatnið?

Reyndu að finna Kyrrahafið, fjallgarðana, vötnin og saltsléttuna á þessum tveim myndum:

http://earth.jsc.nasa.gov/lores.cgi?PHOTO=STS057-099-065 Séð frá suðri í norðurátt.

Það er mikilvægt að þú lesir skýringuna sem er á forsíðunni.

Hótel úr salti!

Tilraunir með salt