skapur
Smábókaskápurinn er gagnvirkur vefur sem ætlað er að mæta áherslum í heildstæðri móðurmálskennslu í fyrstu bekkjum grunnskólans. Markmið hans er að þjálfa lestur, efla lesskilning og lestraráhuga og gefa börnum tækifæri til að nota tölvu sér til gagns og á skipulegan hátt. Á vefnum má velja á milli nokkurra smábóka sem allar hafa komið út hjá Menntamálastofnun.

Börnin geta ýmist lesið textann beint eða hlustað og fylgst með honum fyrst og lesið svo sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og lítið verkefni sem ýmist reynir á að raða stöfum rétt í orð (undirbúningur undir stafsetningu) eða raða orðum í setningu (lesskilningur).

Börnin geta unnið verkefnin sjálfstætt en ekkert mælir gegn því að þau lesi og hlusti saman, skiptist t.d. á að lesa síðu og spái sameiginlega í lausnir á verkefnunum.

Kata og ormarnir. Saga og teikningar, Kristín Ragna Gunnarsdóttir.
TX-10 í skólanum. Saga Andrés Indriðason, teikningar Brian Pilkington.
Gagga og Ari. Saga Auður Jónsdóttir, teikningar Þórarinn Leifsson.
Græni gaukurinn. Saga Gerður Kristný, teikningar Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Skrýtinn dagur hjá Gunnari. Saga Jón Guðmundsson, teikningar Halldór Baldursson.
Geimveran. Saga og teikningar Sigrún Eldjárn.
Kata og vofan. Saga og teikningar Kristín Ragna Gunnarsdóttir.
TX-10 í fótbolta. Saga Andrés Indriðason, teikningar Brian Pilkington.
Valdi og Vaskur. Saga og teikningar Ragnheiður Gestsdóttir.
Vinir Afríku. Saga Gerður Kristný Guðjónsdóttir, teikningar Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.

Lestur: Halldór Gylfason, Sólveig Guðmundsdóttir.
Hugmyndavinna: Hildigunnur Halldórsdóttir, Sylvía Guðmundsdóttir.
Grafísk hönnun: Ólafur Ómarsson.
Forritun: Hildigunnur Halldórsdóttir.
Stafræn vinnsla: Bjarki Vigfússon, Höskuldur Borgþórsson.
Hljóðupptaka: Upptekið ehf.
Ritstjórn: Sylvía Guðmundsdóttir.
Verknúmer: 8916