Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.
Ýttu hér til að hlusta.
Ýttu hér til að byrja aftur.
Þegar þú ert búin(n) að lesa skaltu leysa verkefnin.
Pússlaðu saman réttum orðum.
Svaraðu spurningu.
Smelltu hér þegar þú ert búin(n).
© Ragnheiður Gestsdóttir
Þetta er Valdi.
Valdi er að vakna.
Vaskur vekur Valda.
Valdi eldar graut
Valdi og Vaskur
borða mikinn
graut og fá sér
báðir lýsi.
Valdi klæðir sig.
Hann er að fara í vinnuna.
Vaskur er líka að fara í vinnuna.
Valdi er lögga.
Valdi passar að fólk geri ekki
það sem ekki má.
það má ekki aka of hratt.
Það má ekki stela og skemma.
Það má ekki rífast og slást.
Valdi hjálpar fólki yfir götu.
Hann hjálpar líka kisa niður úr tré.
Á meðan bíður Vaskur í bílnum.
Það er komin nótt.
Síminn hringir.
- Komdu fljótt,
segir rödd í símanum
Þetta er Vera
Það er einhver í húsinu mínu.
Valdi þýtur af stað.
Vaskur þýtur líka af stað.
Húsið er dimmt.
En Valdi og Vaskur heyra hljóð.
Þeir heyra þrusk.
Svo heyra þeir brot-hljóð.
Valdi opnar dyrnar.
Það er ekki læst.
Er bófi í húsinu?
Valdi og Vaskur læðast inn.
Valdi lýsir með vasa-ljósi.
Hér er engan að sjá.
En hér er brotinn vasi.
Hver hefur brotið vasann?
Allt í einu geltir Vaskur.
- Uss, segir Valdi.
Vaskur þefar og þefar.
Svo geltir hann aftur.
Þá er gelt á móti.
- Voff, voff!
Valdi sér opinn glugga.
Getur hundur farið
inn um glugga?
Valdi sér spor
Eru þetta hunda-spor?
Hvað er þetta?
Er þetta blóð-dropi?
Valdi heyrir þrusk.
- Hver er þar? kallar Valdi.
- Hver er þar? er kallað á móti.
- Hvar ertu? spyr Valdi.
- Hvar ertu? spyr röddin á móti.
- Komdu fram! kallar Valdi.
- Komdu fram! kallar röddin.
- Hættu þessu! segir Valdi.
Valdi er reiður.
- Æ, æ, æ, segir röddin.
Kobbi lasinn!
- Ertu lasinn? spyr Valdi.
- Kobbi lasinn! Voða lasinn!
segir röddin.
Er Kobbi bófi?
Nei, Kobbi er enginn bófi.
Kobbi er grár páfa-gaukur.
Hann er meiddur á fæti.
Vera kemur inn.
- Er þetta hann Kobbi?
segir Vera.
- Kobbi lasinn, segir Kobbi.
- Sara á Kobba, segir Vera.
Hún á heima í næsta húsi.
Kobbi er meiddur.
Hann þarf að fara til læknis.
Sara sækir Kobba.
Vera hitar kaffi.
Valdi og Vera drekka kaffi.
Vera lokar glugganum
og læsir húsinu þegar þeir fara.
Hún vill fá að sofa rótt í nótt.