Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.
Ýttu hér til að hlusta.
Ýttu hér til að byrja aftur.
Þegar þú ert búin(n) að lesa eða hlusta skaltu leysa verkefnin efst.
Raðaðu orðunum í rétta setningu.
Svaraðu spurningu.
Smelltu hér þegar þú ert búin(n).
Smelltu hér ef að þú vilt hjálp.
© Andrés Indriðason
© teikningar Brian Pikington
TX-10
Í SKÓLANUM
Bára er vinkona mín.
Hún er ekki í tölvuleik núna.
Hún er að læra um land
sem heitir Malaví.
Það er í Afríku.
Má ég koma með þér
í skólann? spyr ég.
- Þú ert tölvuvera, segir Bára.
Tölvuverur eiga að vera
inni í tölvum.
- Það er bara svo gaman
að vera með þér, segi ég.
- Kannski get ég lært eitthvað
í skólanum, segi ég.
Ég kann bara að hoppa
í tölvu og standa á höndum.
- Viltu þá lofa mér því
að fara aldrei frá mér?
spyr Bára.
- Auðvitað.
Ég fæ að fara í skólann
með Báru.
Eva er samferða okkur.
Hún og Bára eru í sama bekk.
Það er gaman að fá
að vera í skólatösku.
Á leiðinni sé ég margt
sem er svo gaman að sjá.
Þarna er fugl sem situr
á grindverki og tístir.
Ég stend á strokleðri
í pennaveskinu hennar Báru.
- María er kennarinn minn,
hvíslar Bára að mér.
María er að skrifa tölustafi
á stóru, hvítu töfluna.
Ég bendi Báru á það
sem María er að skrifa.
Það er nafnið mitt.
10.
Það vantar bara tvo stafi.
T og X.
Ég hoppa út á borðið
og upp á öxlina á Báru.
- Ertu að læra um mig?
hvísla ég að henni.
- Nei, nei, segir hún og brosir.
Þetta er dæmi.
- Hvað er dæmi? spyr ég.
- Við erum að reikna, segir hún.
Allt í einu er pappírsfugl
farinn að fljúga í stofunni.
Hann kemur frá Valla
sem situr við næsta borð.
Hann lætur fuglinn fljúga
til Báru og Evu
og brosir út að eyrum.
Fuglinn lendir á borðinu
hjá pennaveskinu.
Hann er með hvíta vængi.
- Þetta má ekki,
segir Eva við Báru.
Áður en ég veit af
er fuglinn kominn á loft.
Og ég!
Bára og Eva
horfa brosandi til mín.
Líka tvíburarnir Alli og Valli.
Valli lét fuglinn fljúga aftur.
Hvert er fuglinn að fara?
Veit hann ekki
að hann á að beygja?
Þetta er skrýtinn fugl.
Hann tók ekki beygju.
Hann flaug beint á töfluna.
Ég gægist út.
Ég sé fótbolta á gólfinu.
Og líka stóra hönd!
Ætlar hún að taka mig?
Áður en ég veit af
er ég ofan í fötu
sem er úti í horni.
Ég vil ekki vera hér.
Ég klifra upp
og gægist út
en sé ekki Báru.
Svo hoppa ég
niður á gólf.
Ég verð að komast
strax aftur til hennar.
Ég hoppa upp á boltann.
til þess að geta séð
hvar Bára er.
En þá fer hann af stað.
Ég verð að hlaupa á honum
svo ég detti ekki.
Boltinn rúllar á bókaskáp
og ég hendist upp í loft
Sem betur fer
get ég gripið í hillu.
Ég ætla ekki að fara
í fleiri flugferðir.
Ég lofaði Báru líka
að fara ekki frá henni.
Nú sé ég Báru!
Ég ætla að fara aftur
í pennaveskið hennar.
Ég ætla að bíða í því
þar til skólinn er búinn.
Nú veit ég hvernig það er
að vera í skóla.
Ég veit alveg að ég
hefði átt að sitja kyrr.
Kannski hefði ég þá
lært að reikna eins og Bára.
Næst þegar ég fer í skólann
ætla ég vera eins og hún.
Ég ætla að læra.
Ég ætla að taka vel eftir öllu
sem kennarinn segir.
Bára er úti í snúsnú
með Evu og Óla.
Krakkar eiga að hoppa sjálfir
í stað þess að láta mig
alltaf hoppa og skoppa.
Þá get ég hvílt mig.