Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.


Ýttu hér til að hlusta.

Ýttu hér til að byrja aftur.

Þegar þú ert búin(n) að lesa eða hlusta skaltu leysa verkefnin efst.

Raðaðu orðunum í rétta setningu.

Svaraðu spurningu.

Smelltu hér þegar þú ert búin(n).

Smelltu hér ef að þú vilt hjálp.

Skrýtinn dagur
hjá Gunnari

Mikið getur verið erfitt að vera 8 ára.
Rosalega erfitt.
Það getur svo margt komið fyrir.
Krakkar geta dottið af hjólinu sínu
eða sleðanum sínum.
Þeir geta fótbrotnað
eða dottið á hausinn og meitt sig.
Þessi saga er um strák
sem heitir Gunnar.
Hann hefur oft dottið á hausinn.
Einu sinni þurfti að sauma
sárið saman.
Það var ekki gott.

Einn daginn þegar
Gunnar vaknaði
var hann orðinn veikur.
Hann gat ekki farið í skólann.
- Æ, æ, sagði mamma
nú verður þú að vera í rúminu
og passa þig vel.
Mamma fór í vinnuna.
Pabbi var heima
hjá Gunnari.
- Ó, ó sagði Gunnar.
Honum fannst leiðinlegt
að vera veikur.
Gunnar vildi fara í skólann
og út að leika.

Pabbi hélt að Gunnar
væri sofandi.
Hann fór að fá sér
morgunmat
og lesa blaðið,
alveg rólegur.

Þá kallaði Gunnar:
- Pabbi, pabbi!
Pabbi kom hlaupandi
til Gunnars.
- Mér líður svo illa
í maganum.
Ég þarf að gubba,
sagði Gunnar.
Pabbi hljóp
fram í þvottahús
til að ná í fötu.
Hann vildi ekki að Gunnar
gubbaði yfir allt rúmið.
Pabbi greip fötuna og flýtti sér
með hana til Gunnars.
En pabbi flýtti sér of mikið.
Hann rak tána í Legó-bílinn
hans Gunnars
og skall með höfuðið
í bókahilluna á ganginum.
Hillan datt ofan á pabba.
Lætin voru rosaleg.

Þegar Gunnar heyrði lætin
varð hann alveg hissa
og pínulítið hræddur.
Hann gleymdi alveg
að hann þyrfti að gubba.
Hann hljóp fram á gang.

Þar sá hann pabba
undir bókahillunni.
Hann lá á gólfinu
með rauða fötu á höfðinu.
Gunnar varð hræddur.
Gunnar varð hræddur
um pabba.
Er hann dáinn,
hugsaði Gunnar.
Gunnar bankaði í fötuna.
Hann spurði pabba
hvort hann væri dáinn.
Pabbi svaraði ekki.
Gunnar bankaði aftur í fötuna.
Hann sagði: Pabbi, pabbi.
En pabbi svaraði ekki.

Hvað á ég að gera, hugsaði Gunnar.
Á ég að hringja í lögguna?
Á ég að hringja í sjúkrabíl?
Á ég að hringja í mömmu?
Hvað á ég að gera?
Gunnar hugsaði og hugsaði.
Svo datt honum ráð í hug.
Gunnar náði sér í nál.
Hann vissi að fólk
sem fær nál í rassinn
öskrar og öskrar.
Ja, nema það sé dáið.
Hann stakk nálinni í rassinn á pabba.
Pabbi öskraði og öskraði.
Mikið varð Gunnar feginn.
Pabbi var þá ekki dáinn.
- Hvað ertu að gera strákur?
hrópaði pabbi.
- Ég hélt þú værir dáinn,
sagði Gunnar.
- Dáinn, sagði pabbi.
Kannski er ég dáinn.
Ég sé allt rautt.
- Þú ert með rauða fötu
á hausnum, sagði Gunnar.
- Er ég með hausinn í fötu?
- Já, pabbi minn,
þú er með hausinn
í gubbufötunni.

Pabbi var svo ruglaður.
Hann mundi ekki hvað
hafði komið fyrir.

Þá sagði Gunnar.
- Ég var veikur og þurfti að gubba.
Þú fórst að ná í fötu.
Þú flýttir þér allt of mikið.
Þú steigst á Legó-bílinn minn
og rakst þig á hilluna.
Hillan datt á ofan á þig.
Það urðu mikil læti.
Þegar ég kom fram
varstu hér á gólfinu með
rauða fötu á höfðinu.
Nú mundi pabbi allt.
Hann reyndi að standa upp.
Hann tók fötuna af höfðinu.

- En þú ert veikur,
sagði pabbi við Gunnar.
Þú þarft að gubba.
- Ha, sagði Gunnar.
Já, mér var illt í maganum.
En nú er ég frískur.

Þetta fannst pabba skrýtið.
Gunnar var orðinn frískur.
En pabbi var ekki frískur.
Hann var með
stóra kúlu á höfðinu.
Kúlan var rauð eins og fatan.
Eldrauð.

- Mér er illt í höfðinu, Gunnar minn.
Ég ætla upp í rúm.
- Þú mátt fara í mitt rúm,
sagði Gunnar.

- Má ég það, þú ert góður strákur,
sagði pabbi.
Pabbi fór upp í rúmið hans Gunnars.
Nú er pabbi veikur en ég frískur,
hugsaði Gunnar.
Skrýtið!
Gunnar hugsaði vel um pabba.
Hann gaf honum vatn að drekka.
Hann gaf honum lýsi.
Hann gaf honum ópal.
Hann lét hann hafa
trefil um hálsinn.
Gunnar setti líka
plástur á kúluna
en ekki batnaði pabba.

- Ég held að ég þurfi að gubba,
sagði pabbi.
Æ, æ hugsaði Gunnar.
Aumingja pabbi.
Hvað á ég að gera?
Gunnar fann rauðu fötuna.
Svo gubbaði pabbi.
Gunnar hjálpaði honum
og hugsaði vel um pabba sinn.
Gunnar las fyrir hann
og gaf honum að drekka.
Svo sofnaði pabbi
og svaf allan daginn.

Þegar mamma kom heim
úr vinnunni varð hún alveg hissa.
Gunnar var að laga Legó-bílinn sinn
ekkert veikur.
Pabbi lá uppi í rúminu
hans Gunnars, sofandi.
Gunnar sagði mömmu
alla söguna.
Hann sýndi henni rauðu
kúluna á pabba.
Mamma hló að kúlunni.
Gunnar fór líka að hlæja.
En pabbi hló ekki.
Hann var steinsofandi
með bros á vör.
x Ekki búið að velja orð.
x
x Veldu eitt orð.