Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.


Ýttu hér til að hlusta.

Ýttu hér til að byrja aftur.

Þegar þú ert búin(n) að lesa eða hlusta skaltu leysa verkefnin efst.

Raðaðu orðunum í rétta setningu.

Svaraðu spurningu.

Smelltu hér þegar þú ert búin(n).

Smelltu hér ef að þú vilt hjálp.

Kata
og vofan






Kata les mikið af bókum.
Hún les og les.

Kata er búin að lesa
allar bækur sem hún á.
Það er gaman að lesa.
Kata er búin að lesa
sögu um kisu.

Hún er búin að lesa
sögu um mús

Hún er búin að lesa
sögu um orm.

Nú langar Kötu að lesa
sögu um vofu.

Hún leitar að bók um vofu.

Hún leitar og leitar.
Það er ekki til bók um vofu
heima hjá Kötu.

Kata ætlar að reyna að
fá lánaða bók um vofu.
Kata nær í bakpoka
og Kata nær í vasaljós.
Hún fer í peysu og góða skó.

Það gæti tekið tíma
að finna bók um vofu.
Kata fer hús úr húsi.

Hún fer hús úr húsi
og leitar og leitar
að bók um vofu.
Kata ber að dyrum.
Hún ber að dyrum
á mörgum húsum.

- Ég er að leita að
bók um vofu, segir Kata.
Kata finnur ekki bók.
Hún finnur ekki
bók um vofu.

En Kata fær kökur og kakó
og það er gaman að leita.
Kata fær líka að heyra
sögu um kisu,
sögu um mús
og sögu um orm.

En hún fær ekki að heyra
sögu um vofu.
Kata fer til ömmu sinnar.
Hún veit að amma kann
sögu um vofu.

Kata veit að amma
sagði mömmu sögu um vofu
þegar mamma var lítil.
Amma segir góðar sögur.

Hún er leikkona
og er búin að segja sögur
í mörg ár.
Kata sér vofu í húsi ömmu.
Hún sér vofu í risinu hjá ömmu.

Kata er viss um
að það sé vofa í risinu.
Kata heyrir söng.
Hún heyrir söng úr risinu.

Það heyrist úúúúúúúúúú
og vofan dansar til og frá.
Kata fer inn í húsið.
Hún er með vasaljós.

Hún notar vasaljós
til að leita að vofunni.
Kata læðist upp stigann.
Hún læðist upp í ris.

Hún leitar að vofu í risinu.
Hún leitar með vasaljósinu.
Kata opnar dyrnar
og laumast inn.

Úúúú!
Vofan er að æfa söng.

En nú er Kata hissa!
Vofan er amma Kötu.

Amma var uppi í risi
að æfa sig að syngja.

Amma Kötu var lík vofu
þegar hún söng
og dansaði til og frá.
Kata og amma hlæja.
Þær hlæja og hlæja.
Þær fá tár í augun.

Amma vofa,
er það nú!
Kata segir ömmu
að hún sé að leita
að bók um vofu.

Þær hlæja meira saman
og amma segir Kötu sögu.
Hún segir Kötu sögu um vofu.
Kata veifar ömmu og
þakkar henni fyrir söguna.

Kata ætlar að muna
söguna hennar ömmu
um vofuna.
Kata ætlar líka að muna
eftir vofunni í risinu.

Hún ætlar að muna eftir vofunni
sem söng og dansaði
en var svo bara amma.
Kata býr til bók.
Hún býr til bók um vofu.

Það er gaman að búa til
bók um vofu.
Nú á Kata fína bók.
Hún getur lánað
vinum sínum bókina.
Bókin er um vofu sem
syngur og dansar í risinu.
Reyndu að búa til bók um vofu!
x Ekki búið að velja orð.
x
x Veldu eitt orð.