Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.


Ýttu hér til að hlusta.

Ýttu hér til að byrja aftur.

Þegar þú ert búin(n) að lesa eða hlusta skaltu leysa verkefnin efst.

Finndu orðin sem passa ekki.

Svaraðu spurningu.

Smelltu hér þegar þú ert búin(n).

TX-10
í fótbolta
Mér leiðist.

Bára er að leika sér úti í garði.
Ég heyri í henni
og líka í Evu og Óla
af því að glugginn er opinn.

Hvað eru þau að gera?

Eva og Óli eru bestu vinir Báru.
Þau eru að leika sér
með bolta úti í garði.

Ég vildi að ég mætti
vera með þeim.

Ég hoppa niður í garðinn.

Kannski fæ ég að vera með
í þessum skemmtilega leik.

Boltinn er svona stór!

Ég sé það núna
að ég get ekki verið
með Báru, Evu og Óla
í boltaleik.

Ég er ekki nógu stór.

Bára kemur að sækja boltann.
Hún er hissa að sjá mig.
Og líka glöð.

- Mig langaði svo mikið
til að vera með ykkur, segi ég.
Má ég það?

- Auðvitað máttu það,
segir Bára.

Það er svo gott að sitja
í fína hanskanum
hennar Báru.

Hún er markvörður.
Boltinn flýgur í loftinu.
Það er enginn fótur á honum.

- Af hverju heitir hann fótbolti?
kalla ég til Báru.

- Af því að við spörkum
í hann með fótunum,
segir Bára og hlær.

- Ekki vildi ég vera
svona bolti, segi ég.

Ég datt ofan í grasið
því að fótboltinn
lenti á trénu.

Þarna liggur eitthvað
á grænu laufblaði.
Það er rautt
með svörtum blettum.
- Hver ert þú? spyr ég

- Ég er maríuhæna,
segir vinur minn í grasinu.
Ég á heima í trénu.
Ég er bjalla.

Nú skal ég hjálpa þér.

Ég fæ að sitja á bakinu
á henni maríuhænu.
Hún skríður með mig í grasinu.

Það er gaman að skoða
fallegu, gulu blómin.

Allt í einu heyrist fótatak.
Einhver er að koma!

Við felum okkur
á bak við blóm.

Svo kemur stór fótur.
Hann stígur ofan í grasið
rétt fyrir framan okkur.

Við hreyfum okkur ekki
fyrr en hann er farinn.
- Þetta eru vinir mínir,
segi ég við maríuhænu.
Þau eru í boltaleik.
Boltinn heitir fótbolti.

Bára er í marki.
Þess vegna er hún með
svona stóra hanska.

Tveir steinar í grasinu
eru markið.

Ég horfi á eftir bjöllunni.
Hún fór aftur upp í tré.

Hún varð hrædd
þegar boltinn kom fljúgandi
og lenti í grasinu hjá okkur.

Hún vildi vera í friði
fyrir fótum og fótboltum.

Ég hoppa upp á fótboltann.

Ég ætla að hvíla mig hér
þar til Bára kemur
að sækja boltann.

Allt í einu er ég
á fleygiferð hátt uppi!
Ég sá ekki fótinn
sem sparkaði í boltann.

Hvar lendi ég nú?

Bára grípur boltann.
Það var gott
að hann lenti hjá henni.

- Í hvaða liði ert þú?
spyr hún brosandi.
- Í þínu liði, auðvitað, segi ég.

Ég fæ að vera í marki
með Báru, vinkonu minni.

Við erum góð saman.

Það er miklu betra að hafa
tvo markverði en einn.

Óli skorar eitt mark
og Eva skorar eitt.

Við Bára verjum eitt skot saman.

Allir eru kátir.

Bára, Eva og Óli segja öll
að ég sé góður markvörður.

- Ef markið væri minna
gæti ég verið einn í því,
segi ég.

- Það er rétt, segir Bára.
En þá væri boltinn líka
allt of stór.

Bára fer í tölvuleik
þegar við komum heim.

Ég nenni samt ekki að hoppa
og standa á höndum
Ég vil bara vera í marki.

x Ekki búið að velja orð.
x
x Veldu eitt orð.