Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Hverjir ráða?
  Verkefni 6
   

Verkefni:
Verkefni 1
Verkefni 2
Verkefni 3
Verkefni 4
Verkefni 5
Verkefni 6

Ítarefni:
Burma


Krækjur

 
 

TÖLFRÆÐI
Það er ekki bara Hagstofan sem birtir upplýsingar í töfluformi eða sem línurit. Í dagblöðum, tímaritum og bókum er oft líka mikið um töflur og línurit. Slík kynning á efni gefur gott yfirlit því hægt er að birta mikið magn upplýsinga á einni lítilli mynd.

TÖFLUR
Þar sem við erum byrjuð að tala um Hagstofuna, skulum við halda okkur við hana smástund enn. Hlutverk hennar er að safna saman upplýsingum og búa til tölfræði um íslenska samfélagið. Landshagir eru eitt þekktasta tölfræðiritið sem Hagstofan gefur út, en það kemur út einu sinni á ári, bæði sem rit og eins á Netinu. Í Hagtölum mánaðarins er hins vegar að finna nýjustu tölfræðiupplýsingarnar hverju sinni. Þú finnur tölfræðilegar upplýsingar úr Landshögum á Netinu. Af öðrum stöðum þar sem þú getur nálgast tölfræðilegar upplýsingar má nefna bókasöfn, skrifstofur sveitarstjórna og ýmsar stofnanir og fyrirtæki.

Nína og klíkan sem hún tilheyrir ákveður að leigja sér myndbandsspólu og horfa á hana saman. Gunni, sem er frekastur heimtar að fá að velja mynd - og eins og venjulega fær hann að ráða. Hann velur mynd sem gerist í óbyggðum Alaska - og eftir að hópurinn hefur horft á myndina situr hann þögull um hríð. Váá - flott landkynning segir loks Stjáni, en hann er nýr í hópnum. Alveg gæti ég hugsað mér að vinna sem leiðsögumaður - sérstaklega ef ég fengi að ferðast um allan heiminn.

Krakkarnir hafa heyrt að ferðamannaþjónusta sé ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi sem annars staðar. Líklega mun eitthvert þeirra vinna beint eða óbeint við ferðaþjónustu í framtíðinni. En er eitthvað að marka þessar upplýsingar? Mun fólk ekki bara fara í sýndarveruleikaferðalög í framtíðinni? Líklega ekki, en þar sem við ætlum að temja okkur gagnrýna hugsun við mat á upplýsingum liggur beinast við að kanna málið sjálf.

Við byrjum á að velta fyrir okkur spurningunni: Hversu margir farþegar hafa komið til Íslandi síðustu ár? Með slíkri spurningu reynum við að skilgreina rannsóknarefnið. Spurningin verður að vera hnitmiðuð og eins stutt og mögulegt er - og hún verður að lýsa upplýsingunum sem við viljum fá. Hvaða upplýsingar viljum við? Jú, við viljum fá að vita hversu margir ferðamenn komu til landsins á einhverju ákveðnu tímabili og við viljum líka fá að vita hvaðan þeir koma. Þar sem ríki heims eru um 200 talsins finnst okkur of mikið að taka þau öll með - og við veljum því að hafa bara Norðurlöndin með í okkar rannsókn.

Hvernig áttu á nálgast upplýsingarnar? Þú getur auðvitað staðið út á flugstöð, stoppað alla farþega þar og spurt hvaðan þeir séu. Gallin við slíka upplýsingasöfnun er að þá missir þú af öllum sem koma með Norrænu eða skemmtiferðaskipum til landsins. Til er einfaldari leið - Hagstofan hefur safnað upplýsingunum saman fyrir okkur og birt þær í Landshögum. Við byrjum því að leita í efnisyfirliti Landshaga (1999 útgáfunni). Efnisyfirlit, atriðaorðaskrá (aftast í ritinu) og töfluyfirlit eru gagnleg hjálpartæki, sérstaklega töfluyfirlitið.

Töfluyfirlitið er flokkað eftir málaflokkum. Í okkar tilfelli leitum við undir ,,Samgöngur, ferðamál og fleira" og þar finnum við eina töflu sem heitir ,,Farþegar til landsins skipt eftir ríkisfangi 1995-1998. Í atriðaorðaskránni verðum við að leita eftir lykilorði sem passar lýsingunni. Við veljum lykilorðið ,,farþegar til landsins" og sjáum að þar er vísað í margar töflur. Við finnum töfluna sem við erum að leita að á bls. 158 undir heitinu tafla 11.19.

Töflunúmer
Rannsóknarefni
Rauntölur Hlutfallstölur
                    
Tafla 11.19. Farþegar til landsins skipt eftir ríkisfangi 1995-1998
Farþegar alls
1995
1996
1997
1998
Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
355,340 100,0 390,453 100,0 404,934 100,0 458,886 100,0
Íslendingar 165,544 46,6 189,618 48,6 203,279 50,2 226,667 49,4
Útlendingar 189,796 53,4 200,835 51,4 201,655 49,8 232,219 50,6
Útlendingar alls                
189,796 100,0 200,835 100,0 201,655 100,0 232,219 100,0
               
Norðurlönd 59,193 31,2 58,761 29,3 60,379 29,9 68,933 29,7
Danmörk 22,512 11,9 21,547 10,7 20,240 10,0 22,875 9,9
Noregur 13,448 7,1 14,451 7,2 16,669 8,3 19,591 8,4
Svíþjóð 19,027 10,0 18,786 9,4 19,150 9,5 21,054 9,1
Finnland 4,206 2,2 3,977 2,0 4,320 2,1 5,413 2,3

Í Landshögum 1999 er taflan ítarlegri, en af því að við vorum búin að ákveða að taka bara Norðurlöndin með í okkar rannsókn er taflan stytt.

ÞANNIG LESTU ÚR TÖFLUNNI:

  1. Lestu heiti töflunnar vel og skoðaðu hvað þar er talið upp. Í töflu 11.19 eru farþegar til landsins taldir upp eftir ríkisfangi og árum. Aðrar töflur fjalla um aðra hluti. Þar geta upplýsingarnar snúist um krónur, fjölda gistirýmis, fjölda hótelrúma, eða sjúkrahús. Þegar töflur eru skoðaðar er mikilvægt að átta sig á hvernig aðalatriðin, það sem verið er að rannsaka, eru útskýrð. Í töflu 11.19 rannsóknarviðfangsefnið okkar farþegar, ríkisfang og ártal.

  2. Taktu eftir hvers konar tölur koma fram í töflunni. Í sumum töflum er bara að finna rauntölur, en með því er átt við nákvæman fjölda einhvers? Í töflu 11.19 er fjöldi Íslendinga og útlendinga gefinn upp sem rauntölur. Í öðrum tilfellum sýnir taflan hlutfallstölur eða afstæðar tölur. Með því er átt við að tölurnar eru í prómillum (1/1000) eða prósentum (1/100)? Í töflum er oft mörgum gerðum talna blandað saman, eins og sést í töflu 11.19.

  3. Í töflu 11.19 eru upplýsingar um hversu margir farþegar komu til landsins á árunum 1995, 1996, 1997 og 1998.

  4. Hægt er að lesa mörg svör út úr upplýsingum töflunnar okkar. Athugaðu hvort eftirfarandi fullyrðingar eru réttar eða rangar:

    a) Fleiri Íslendingar en útlendingar komu til landsins árið 1998
    b) Hlutfall Norðurlandabúa af útlendum farþegum hefur farið vaxandi allt tímabilið.
    c) Svíar hafa alltaf verið fjölmennastir Norrænna farþega hér á landi.