Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Hverjir ráða?
  Verkefni 4
   

Verkefni:
Verkefni 1
Verkefni 2
Verkefni 3
Verkefni 4
Verkefni 5
Verkefni 6

Ítarefni:
Burma


Krækjur

 
 

Textar sem heimild
Textar, eða ritað mál, er líklegast sú heimild sem þú rekst oftast á, en þá er að finna í skólabókum, uppflettiritum, í textavarpinu, á Netinu og víðar. Textar geta lýst skemmtilegum aðstæðum í samfélaginu en þeir geta vissulega einnig fjallað um neikvæða hluti og vandamál. Hér á eftir eru tveir textar. Ef þú lest þá báða yfir með gagnrýnu hugarfari sérðu að það er töluverður munur á þeim - þótt þeir fjalli um sama efni.

TEXTI A
Vinna barna

Samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er fjórða hvert barn í Ghana, Indlandi, Indónesíu og Senegal í fastri vinnu, oftast í landbúnaði eða fjölskyldufyrirtækjum. Eitt af hverjum tíu börnum í þessum löndum vinnur fullan vinnudag. Vinnudagurinn er langur, oftast yfir 9 tímar á dag og börnin vinna sex til sjö daga í viku.

TEXTI B
Tvö hundruð milljónir barna í þrælavinnu

Samkvæmt skýrslum frá alþjóða vinnumálasambandinu (ILO) eru um tvöhundruð milljónir barna í heiminum, flest þeirra stúlkur, látin þræla fyrir sultarlaunum. Á Indlandi, Indónesíu og Ghana eru minnst 25% barna þrælað í vinnu og í Senegal er talan um 40%. Vinnuskilyrði barnanna eru ömurleg, þau eru látin strita í námum, eldspýtnaverksmiðjum eða teppaverksmiðjum. Flest barnanna vinna 9-10 stundir á dag, 6-7 daga vikunnar

SPURNINGAR

1. Hvert er þemað í þessum tveimur greinum? Reyndu að lýsa því í einu orði.

2. Um hvaða lönd er fjallað um í greinunum? Reyndu að finna þau á landakorti.

3. Hvaða upplýsingar eru í grein B sem ekki koma fram í grein A?

.