10. bekkur - stærðfræði

Lýsing á hæfni nemenda við mörk hæfnieinkunna. Viðmið voru unnin vegna yfirferðar á samræmdum prófum.



Hæfnieinkunn A - 10. bekkur - stærðfræði


    Nemandi þarf að lágmarki að:

  • hafa gott vald á tungumáli stærðfræðinnar, beita stærðfræðilegri hugsun og röksemdafærslu til að greina, túlka og meta stærðfræðileg jafnt sem hversdagsleg viðfangsefni
  • geta verið skapandi og frumlegur á sviði stærðfræði
  • geta notað rauntölur og ræðar tölur af öryggi við útreikninga og greina samhengi milli talna í ólíkum talnamengjum  
  • geta nýtt af öryggi stærðfræðilegar upplýsingar úr texta
  • geta unnið skipulega með mynstur, óuppsettar jöfnur og breytistærðir við lausn, jafnt einfaldra sem flókinna verkefna og lýst sambandi breyta með föllum
  • geta unnið af öryggi með formúlur, ákvarðað formúlur til að vinna með samsett rými og með áður óséðar formúlur
Hæfnieinkunn B - 10. bekkur - stærðfræði


    Nemandi þarf að lágmarki að:

  • hafa nokkurt vald á tungumáli stærðfræðinnar og beita stærðfræðilegri röksemdafærslu við lausn og mat á stærðfræðilegum og hversdagslegum viðfangsefnum
  • geta notað rauntölur og reiknað með ræðum tölum auk þess að geta nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna
  • geta rannsakað mynstur og unnið með þau, leyst jöfnur, notað breytistærðir og lýst sambandi þeirra með stæðum og föllum  
  • geta notað rúmfræðileg hugtök, valið viðeigandi formúlur, nýtt einslögun, hornareglur og hnitakerfið við lausn viðfangsefna
Hæfnieinkunn C- 10. bekkur - stærðfræði


    Nemandi þarf að lágmarki að:

  • geta beitt stærðfræðilegri hugsun til að leysa einföld og hversdagsleg viðfangsefni
  • geta alla jafna fylgt einfaldri formlegri röksemdafærslu
  • geta nýtt sér gefin tengsl reikniaðgerða og notað algengar reiknireglur  
  • geta notað gefin rúmfræðihugtök eins og lengd, flöt og rými til að reikna