Nýtt námsmat, innritun í framhaldsskóla Upptaka frá félagsfundi Skólameistarafélags Íslands
Þann 8. janúar hélt mennta- og menningarmálaráðuneytið ráðstefnu sem bar yfirskriftina Nýtt námsmat, innritun í framhaldsskóla. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Skólameistarafélag Íslands og Menntamálastofnun.
Myndband um nýtt námsmatskerfi Sænskt myndband um námsmat og á hverju einkunnagjöfin byggir
Myndbandið hér að neðan fjallar um einkunnakerfi Svía sem styðst við sömu hugmyndafræði og hið nýja námsmatskerfi sem íslenskir grunnskólar munu nota í fyrsta skipti í vor fyrir 10. bekk. Bæði einkunnakerfin byggja á matsviðmiðum sem lýsa þeirri hæfni sem nemandinn þarf að ná til þess að fá tiltekinn bókstaf. Í myndbandinu, sem Skolverket í Svíþjóð framleiddi til upplýsinga fyrir nemendur og foreldra, spyr nemandi um námsmat og á hverju einkunnagjöfin byggir. Það er grundvallarbreyting á upplýsingagjöf til nemanda að kennari geti rökstutt einkunn nemanda með því að leggja fram þá lýsingu sem á við nemandann. Með þessu fá foreldrar og nemendur greinargóðar upplýsingar um stöðu nemandans sem og framhaldsskólar sem nemendur sækja um. Gamla kerfið 1-10 gaf ekki upplýsingar um hvaða hæfni lá á bak við hverja einkunn. Þess má geta að sænska kerfið er með A, B, C, D, E og F til samanburðar við það íslenska sem er með A, B+, B, C+, C og D. Í báðum kvörðum lýsir A framúrskarandi hæfni og F og D fá þeir sem standast ekki matsviðmið sem sett eru fram í aðalnámskrá.
Kynningarfundur um breytt námsmat Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar
Menntamálastofnun hefur staðið fyrir sérstökum kynningarfundum á breyttu námsmati um land allt. Meðfylgjandi er upptaka af kynningarfundi þar sem Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs kynnir fyrir kennurum og stjórnendum þær breytingar sem verða við gerð námsmats vorið 2016.