Lykilhæfni


Í námsmati í grunnskóla skal leggja mat á hæfni nemenda innan hvers námssviðs og á það við jafnt í bóklegu, verk- og listnámi. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla byggist lykilhæfni á grunnþáttum menntunar og áhersluþáttum grunnskólalaga.

Viðmið um mat á lykilhæfni eru sett fram í fimm liðum sem eru sameiginlegir öllum námssviðum:

Það er mikilvægt að vinna með lykilhæfni í tengslum við öll námssvið grunnskólans og flétta hana inn í allt nám eins og lýst er í 18. kafla aðalnámskrár. Hins vegar er horfið frá því að lokaeinkunn í lykilhæfni komi fram á útskriftarskírteini við lok grunnskóla.