Upplýsingar um námsmat


Á þessari síðu er að finna upplýsingar fyrir kennara, skólastjórnendur, nemendur og foreldra um nýtt námsmat, rafræn próf og annað sem tengist námsmati.

Nýtt námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla kom út 2011 og með greinasviðum 2013. Í aðalnámskrá eru skilgreindir hæfniþættir á hverju námssviði og innan hverrar námsgreinar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga nemendur að fá tækifæri til að uppfylla hæfniviðmið einstakra námsgreina og námssviða með mismunandi hætti. Hér á þessari síðu er að finna upplýsingar sem eiga að vera stuðningur fyrir kennara og skólastjórnendur við það hvernig á að vinna með nokkra lykilþætti námskrár eins og hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunn og lykilhæfni.


Tölulegar upplýsingar

Skólastjórnendur hafa fengið upplýsingar um stöðu nemenda í sínum skóla í lestri. Hér má finna útskýringar og gögn um þá aðferð sem notuð er til að finna stöðu nemenda. Þar á meðal útlistun á viðmiðum um að geta lesið sér til gagns, hvernig viðmið eru túlkuð yfir á samræmd könnunarpróf og hvernig forspá um hlutfall yngri nemenda, sem mun geta lesið sér til gagns við lok grunnskóla, er fundin.


Rafræn próf

Menntamálastofnun hefur hafið innleiðingu rafrænna prófa samkvæmt ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis. Rafræn próf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk haustið 2016 og fyrir 9. og 10. bekk vorið 2017. Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda.

Fréttir

Samræmdur vitnisburður við lok grunnskóla vorið 2016
Í vor útskrifast nemendur úr grunnskólum landsins eftir nýju einkunnakerfi þar sem bókstafir lýsa hæfni nemenda.
Sjá meira...


Fundur um inntöku nýnema í framhaldsskóla
Húsfyllir var á fundi um inntöku nýnema í framhaldsskóla.
Sjá meira...


Leiðbeiningabæklingur fyrir skólastjóra og kennara
Útbúinn hefur verið kynningarbæklingur fyrir foreldra/forráðamenn og nemendur 10. bekkjar um nýtt námsmat og innritun í framhaldsskóla.
Sjá meira...


Kynningarbæklingur um nýtt námsmat og innritun í framhaldsskóla
Útbúinn hefur verið kynningarbæklingur fyrir foreldra/forráðamenn og nemendur 10. bekkjar um nýtt námsmat og innritun í framhaldsskóla.
Sjá meira...


Fleiri fréttir »