10. bekkur - enska

Lýsing á hæfni nemenda við mörk hæfnieinkunna. Viðmið voru unnin vegna yfirferðar á samræmdum prófum.Hæfnieinkunn A - 10. bekkur - enska


  Nemandi þarf að lágmarki að:

 • hafa góðan orðaforða og geta lesið almenna og sérhæfðari texta af ólíkum toga, svo sem fræðilegt efni
 • skilja hugtök í textanum og gera sér grein fyrir helstu niðurstöðum
 • geta skrifað lipran samfelldan texta og fylgt helstu reglum um málnotkun  
 • sýna góð tök á orðaforða og vald á tengiorðum
 • hafa gott vald á uppbyggingu og samhengi
Hæfnieinkunn B - 10. bekkur - enska


  Nemandi þarf að lágmarki að:

 • hafa nægan orðaforða til að geta lesið almenna texta um margvísleg málefni, skilja megininntak þeirra og geta fundið aðalatriðin í þeim
 • geta skrifað einfaldan texta á hnökralitlu máli þar sem grunnreglum um málnotkun og uppbyggingu texta er að mestu leyti fylgt
 • geta nýtt orðaforða sem unnið hefur verið með  
Hæfnieinkunn C- 10. bekkur - enska


  Nemandi þarf að lágmarki að:

 • geta lesið stutta texta með grunnorðaforða daglegs máls
 • ráða við einfaldan orðaforða og geta lesið sér til gagns stutta einfalda texta og fundið í þeim afmarkaðar upplýsingar
 • geta lýst atburðarás í rituðu máli og stuðst við einfaldan orðaforða  
 • geta beitt reglum um málnotkun sæmilega rétt.