Goðsagnir
Í kaflanum Fótspor í Bólivíu eru tvær goðsagnir:
Synir sólar og Sköpun heimsins.
Lestu þær.
- Hvaða tilfinningu fá dýrin í sögunni Sköpun heimsins?
- Lestu fyrstu Mósebók, 3. kafla, í Gamla testamentinu. Og lestu um skrín Pandóru,
t.d. í bókasafninu. Berið þessar sögur saman og ræðið hvað er líkt
með þeim.
- Reyndu að finna nokkrar goðsögur, t.d. frá Grænlandi, Grikklandi og úr norrænni
goðafræði. Þú getur líka skoðað Völuspá. Nú á
hver og einn að velja sér eina sögu og læra hana svo vel að hann/hún geti sagt
bekknum frá. Þið getið hjálpað upp á minnið með því
að skrifa hjá ykkur stikkorð eða búa til litlar teikningar af helstu atriðum.
- Búið til goðsögn. Hún á að útskýra eitthvað sem ekki
er alveg auðskiljanlegt - eitthvað sem þið undrist, t.d. "andlitið" á tunglinu,
af hverju sefbátarnir á Titicacavatni líkjast sefbátunum sem byggðir voru í
Egyptalandi fyrir 3000 árum eða af hverju tölvan getur munað tíma og dagsetningu þó
slökkt sé á henni.
|
Sefbátar
- Skoðaðu vandlega þessa mynd af sefbát á Titicacavatni.
- Norskur ævintýramaður, Thor Heyerdahl, sigldi árið1947 frá Suður-Ameríku
til Pólýnesíu á "timburflekanum" Kon-Tiki, til að sanna að það
sé fólk frá Suður-Ameríku sem hefur byggt Kyrrahafseyjarnar.
- Árið 1969, og aftur árið 1970, reyndi Heyerdahl að sanna tengsl milli menningar á
Miðjarðarhafssvæðinu og Indíánamenningar fyrir 3000 árum. Hann sigldi á
sefbátunum Ra og Ra 2. yfir Atlantshafið frá Marokkó til Mexíkó. Bátarnir
Ra og Ra 2. líkjast bátunum af Titicacavatninu.
- Aflaðu þér upplýsinga um siglingar Ra og Ra 2. Haltu fyrirlestur fyrir bekkjarfélaga
þína og reyndu að rökstyðja að fullyrðing Heyerdahl sé rétt.
- Á netinu getur þú fundið upplýsingar um Thor
Heyerdahl og Kon-Tiki - notaðu leitarvél, t.d.
AltaVista
|
Hátíðisdagur vörubílstjórans
- Þegar mér var sögð sagan um Don Hector og tilraun
hans til að eignast betri vörubíl, fannst mér Don Hector heldur einfaldur og að hann
hefði getað notað peningana sína betur.
- Ég brosi líka í kampinn þegar fólk þorir ekki áfram af því
að svartur köttur gengur í veg fyrir það eða vill ekki vera númer 13 í
liðinu. Ekki ganga undir stiga ... Hvað getið þið fundið fleira af þessu tagi?
Spyrjið í bekknum og spyrjið heima. Búið til safn.
- Á Íslandi er verulegum fjárhæðum varið í Lottó, skafmiða
og annað þess háttar. Reyndu að kanna hve háar fjárhæðir er um að
ræða. Getið þið reiknað út hvað líkur á vinningi eru miklar
í einhverjum þessara leikja?
- Notið þessar upplýsingar til að stofna til umræðu í bekknum um fullyrðinguna:
Trú Don Hectors á kraftaverk er samskonar hjátrú og þegar Íslendingar
spila í Lottó eða kaupa skafmiða o.s.frv.
- Þú getur fengið upplýsingar um lottóið á heimasíðu Íslenskrar getspár
|
Kynlíf og kartöflur
- Í greininni Kynlíf og kartöflur kemur m.a. fram hvað
það eru til ótrúlega margar tegundir af kartöflum. Ef maður leiðir hugann
að því byggist ótrúlega margvíslegur varningur alveg eða að hluta
til á kartöflum. Búið til klippimyndina "Kartaflan ævintýralega".
Þið límið á spjald eins margar myndir og þið getið fundið af vörum
sem gerðar eru úr kartöflum.
|