Sólin sendi son sinn, fyrsta konung Inkanna, niður á ljómandi eyjuna.
Áður en fyrstu Evrópubúarnir komu til Suður-Ameríku, réðu Inkar
yfir geysistóru ríki. Það var fimm sinnum stærra en Evrópa öll.
Inkarnir lærðu margar sögur og goðsagnir af öðrum indíánum og þær
blönduðust síðan þeirra eigin sagnahefð.
Inkarnir töldu að þeir væru afkomendur sjálfrar sólarinnar. Áður en sólin varð til var ríkti endalaust myrkur. En fyrstu geislar sólarinnar lýstu upp litla eyju í Titicaca-vatninu.