Synir sólarinnar
Þekktasta útgáfan af goðsögninni um syni sólarinnar er skrifuð fyrir u.þ.b.
400 árum. Það gerði Inkinn Garcilaso de la Vega. Hann var sonur Inkaprinsessu og Spánverja.
Garcilaso vann fyrir sér sem sagnaþulur Spánverja. Hann sagði söguna svona:
Inkarnir segja að sólin hafi sent börn sín tvö, pilt og stúlku, niður á
eyju þessa til að leiðbeina lítt siðuðum jarðarbúum. Þeir segja að
eftir syndaflóðið hafi sólin horft yfir eyjuna og stóra stöðuvatnið.
Fyrsti Inkinn, Manco Capac, sá að Indíánar töldu að helgi hvíldi á
vatninu og eyjunum. Hann notfærði sér goðsögnina gömlu og af visku sinni bjó
hann til aðra goðsögn. Í þeirri sögu kom fram að Manco Capac og kona hans væru
börn sólarinnar og að faðir þeirra hefði komið þeim fyrir á eyjunni
til þess að geta farið út í heim til að kenna fólkinu. Með sögum
sínum gátu Inkarnir sannfært Indíánana um að þeir væru skilgetnir
synir sólarinnar. [Þýtt úr Inka Garcilaso de la Vega.]