Kynlíf og kartöflur
Hér á landi hafa kartöflur til skamms tíma verið bornar fram með öllum mat. En kartöflur hafa ekki alltaf verið til á Íslandi. Þær eru upprunnar í Andesfjöllum, og það voru Indíánar sem fyrstir ræktuðu þær fyrir u.þ.b. 8000 árum.
Þegar þetta rótarhnýði kom fyrst til Evrópu trúðu Englendingar því að kartöflur ykju kyngetu. Inkarnir í Bólivíu og Perú trúðu því að kartaflan væri heilög jurt. Þeir þróuðu aðferðir til að frostþurrka kartöflur. Þú getur fundið ýmsar upplýsingar um kartöflur á netinu. Notaðu leitarvél, t.d. AltaVista
Fornleifafræðingar segja að vel megi borða meira en 500 ára gamlar, frostþurrkaðar kartöflur sem hafa fundist í gröfum Inkanna. Það þarf bara að leggja þær í bleyti í vatn í nokkra daga fyrir suðu.
Aymara-indíánarnir sem búa við Titicacavatnið rækta meira en 800 mismunandi kartöflutegundir. Þeir eru afskaplega stoltir af ræktunarhefðum sínum og aðferðum við frostþurrkun
Þess vegna urðu margir Bólivíumenn heldur súrir út í McDonalds, þegar sú skyndibitakeðja kynnti landnám sitt í Bólivíu. Og í ofanálag boðuðu talsmenn hennar að þeir mundu fá kartöflur í "franskar" með skipi frá Bandaríkjunum.