Don Hector hjá öldungunum



Don Hector kveikir í flugeldum undir vörubílnum og reykurinn hylur allt og alla. Loks á að blessa vörubílinn með reykelsi frá glóandi kolum, fyrr er athöfninni ekki lokið.

Don Hector borgar öldungunum 30 krónur fyrir blessunina. Þetta er greinilega ekki í fyrsta sinn í dag sem þeir fá öl og aura fyrir viðvik af þessu tagi, mennirnir riða þar sem þeir standa, sá elsti slefar og hrækir. Þótt þeir séu drukknir gleyma þeir ekki að hella slatta af öli á steinana svo að móðir jörð fái einnig hlutdeild í hinum dýru veigum.

Nú þarf Don Hector aðeins að muna að koma aftur þrjú ár í röð og framkvæma sömu helgiathafnir. Þá ættu möguleikar hans á að eignast nýjan vörubíl að vera mjög miklir.