Rafræn próf
Menntamálastofnun (MMS) hefur hafið innleiðingu rafrænna prófa samkvæmt ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis. Samkvæmt bréfi, sent þann 11. febrúar 2016, munu rafræn próf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk haustið 2016 og fyrir 9. og 10. bekk vorið 2017. Forprófanir fara fram vorið 2016.
Spurningar og svör vegna rafrænna könnunarprófa
Samræmd könnunarpróf verða flutt frá 10. bekk að hausti til 9. bekkjar að vori. Þannig gefst nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregðast við og móta áherslur í námi í 10. bekk. Breytt fyrirkomulag á samræmdum prófum hefur það í för með sér að haustið 2016 verður ekki unnt að leggja próf fyrir 10. bekk eins og verið hefur. Tilgangur með samræmdum prófum er að veita nemendum upplýsingar um námsstöðu sína og að þeir geti tekið mið af þeim við framtíðaráætlanir sínar. Það að nemendur 10. bekkjar skólaárið 2016-2017 þreyti próf að vori veldur því vissulega að þeir geta ekki tekið mið af niðurstöðum prófsins í námsáherslum sínum í grunnskóla. Við mat á því hvort fella ætti niður samræmd próf í 10. bekk, líkt og gert var við síðustu breytingar á samræmdum prófum skólaárið 2008-2009, var litið svo á að hagur nemenda væri meiri af því að þreyta prófið. Með því að fá upplýsingar um námsstöðu sína í samanburði við aðra nemendur 10. bekkja á landsvísu er nemandi betur í stakk búinn til að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína, til dæmis í komandi námi í framhaldsskóla.
Ekki er hægt útbúa tvö próf innan þess tímaramma.
Á næstu dögum mun MMS leggja fyrir könnun í öllum skólum landsins á tölvukosti og tengingum. Ákvarðanir verða teknar í framhaldinu.
Það er verið er að skoða þá möguleika.
Gert er ráð fyrir að prófin taki svipaðan tíma og núverandi próf.