66
7. All change!
Þessi leikur byggist á því að
nemendur hafi tileinkað sér heiti á litum og fatnaði.
Þeir sitja í hring og eru sætin einu færri en fjöldi
nemenda. Einn er í miðjunni. Þegar kennari kallar
t.d.:
White socks, all change!
eiga nemendur í
hvítum sokkum að skipta um sæti og sá sem er í
miðjunni á að reyna að ná í sæti í hringnum. Sá
sem ekki nær sæti fer í miðjuna. Smám saman
geta nemendur tekið að sér hlutverk kennara og
kallað upp fyrirmælin.
8. Posters.
Nemendur vinna saman í litlum
hópum eða einstaklingslega. Þeir teikna eða klippa
út manneskju og skrifa inn á myndina heiti og liti
fatnaðarins sem hún klæðist. Nemendur lýsa
munnlega hvernig viðkomandi manneskja er
klædd. Hægt er að klippa út úr auglýsingabækl
ingum eða pöntunarlistum.
Nemendur geta einnig teiknað föt til að hengja á
snúru. Þetta gæti verið hópverkefni, allir teikna
sína spjör og líma/festa á snúruna sem fest hefur
verið á veggspjald. Á eftir er talað um fötin, lit,
stærð, hve margir sokkar, hve margir hvítir o.s.frv.
9. What are you wearing?
Nemendur lýsa
klæðnaði hvers annars. Samtalið byggist á
spurningunum:
What are you wearing? What
is she/he wearing?
og svörunum
I´m wearing ...
, She/he is wearing ...
.
10. Laundry-list.
Hlutverkaleikur. Nemendur
ímynda sé að þeir fari með fötin sín í þvottahús og
æfa sig í að merkja við á fatalistanum, sjá 10.1.
11. What is your favourite colour
? Nemendur
gera könnun meðal félaganna eða heima, spyrja
spurninga og skrifa annað hvort heiti litarins eða
lita með réttum lit, sjá 11.1.
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611