65
1. The rainbow.
Tilvalið er að æfa heiti litanna
með því að nota eitthvað litríkt sem allar þekkja,
svo sem regnbogann. Dæmi:
What colours are in
the rainbow? Which colour comes first? Now,
we shall draw the rainbow
. Nemendur lýsi lit
unum í regnboganum sínum.
2. Clothes-bingo.
Sjá 2.1 og 2.2 og lýsingu á
bingói í inngangi.
3. Close your eyes?
Þessi leikur þjálfar athygli
nemenda ásamt því að æfa þá í að nota litina.
Nemendur loka augunum og kennar spyr t.d.:
Jóna, what colour is Siggi's jumper.
Ef svarið er
rétt er haldið áfram að spyrja, ef það er ekki rétt
segir kennari:
Open your eyes. Look! What col-
our is it?
Hægt er að spyrja um liti, föt, hluti í
skólastofu o.s.frv.
4. Think of a colour
. Nemendur fá hver sitt blað
og lita reitina til hliðar við textann í mismunandi
litum, sjá 4.1. Æfingin felst í því að nemandi segir
við félaga sinn:
Think of a colour!
Sá síðarnefndi
á svo að gera það sem liturinn segir til um.
Dæmi: Ef efsti liturinn er gulur og nemandi segir
yellow
á hann að standa upp. Kynna þarf fyrir
nemendum orðasamböndin:
point at, touch
og
pick up
og orðin
table
og
floor
.
5. Hide and find.
Parvinna. Nemendur klippa
út myndir og líma í auða reiti, sjá 5.1. Þeir ráða
sjálfirhvar þeir fela myndirnar. Leikurinn felst í
að finna hvar hlutirnir eru faldir. Nemendur
spyrja hvor annan til skiptis (sbr. sjóorrusta)
með því að vísa í númer og liti:
Blue, three
eða
blue
,
two
o.s.frv. Hitti þeir á reit þar sem mynd
er falin svarar hinn t.d.:
Yes, my shoes
eða
shoes
(ef skórnir eru faldir þar), annars bara
no
.
Sá sem giskaði rétt krossar í reitinn á sínu blaði
þar sem skórnir eru faldir. Eftir vissan tíma er leik
urinn stöðvaður og kannað er hversu margar
myndir hver fann.
6. A game
. Tveir nemendur spila saman. Þeir
hafa sitt hvort blaðið, sjá 6.1., og einn tening
sem þeir kasta til skiptis. Talan sem kemur upp
vísar í númer í orðareit. Komi t.d. upp talan tveir,
les sá sem kastaði annað orðið í reitnum en
spilafélaginn hlustar vel, finnur viðeigandi mynd
hjá sér og krossar við. Markmiðið er að vera fyrri
til að krossa við allar myndirnar. Séu spila
félagarnir ekki sammála um að mynd og orð
passi saman verða þeir að fá úrskurð kennara.
Ef krossað er við ranga mynd má sá sem kastaði
gera aftur.
COLOURS AND CLOTHES - TIL KENNARA
Nemendur læri og þjálfist í að
●
þekkja og nota heiti lita
●
þekkja og nota orð yfir algengan fatnað
●
lýsa hvernig þeir og aðrir eru klæddir
●
nota orðasamböndin
my favourite colour is ..., what is your
favourite colour?, what is he/she wear
ing?, I´m wearing, she/he is wearing
yellow, red, green, blue, white, black,
orange, brown, colour, clothes,
shirt, T-shirt, skirt, jacket, dress, jeans,
shoes, socks, trousers, shorts, cap, boots,
sweater, scarf, gloves
Hlustun og talað mál - æfingar og verkefni
Markmið
Orðaforði
Til athugunar
Efninu fylgja ekki sérstök nemendablöð til að kenna heiti lita heldur er gert ráð fyrir að notaðir séu
hlutir í umhverfinu. Hentugt er að útbúa eða útvega sér litaspjöld til að kynna nöfnin á litunum,
nota litkrítar sem til eru í öllum skólum, föt nemenda o.s.frv. Einnig er skemmtilegt að nota ávexti
og grænmeti í þessu skyni og kenna heiti þeirra um leið en þau eru oft svipuð á íslensku og ensku,
svo sem tomato, apple, banana, kiwi. Sjá einnig 1. og 3. æfingu hér að neðan.
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611