skali1b_nem_flettibok - page 19

Kafli 4 • Tölfræði
17
Skífurit
Skífurit
er hringlaga flötur sem skipt er í hringgeira, einn
hringgeira fyrir hvern flokk gagna. Stærð hringgeirans
ákvarðast af hve stór hluti sá flokkur er af heildinni.
Skífurit gefur yfirlit yfir hlutfallstíðni hvers flokks
gagnanna. Hringgeirarnir sýna hlutfallstíðnina sem
almennt brot eða sem prósent af heildarflatarmáli
hringsins
.
Skífuritin hér til hliðar sýna hvaðan orkan, sem notuð
var á norskum heimilum árið 1960 og árið 2009, kom.
Þau sýna ekki hve mikil orka er notuð heldur hvernig
hún skiptist á hina mismunandi flokka. Við sjáum til
dæmis að hlutfall orku frá rafmagni var árið 2009
meira en 75% af neyslunni og það er töluverð aukning
frá árinu 1960. Hlutfall orku úr eldiviði hefur lítið
breyst en hluti orku úr olíu hefur minnkað.
4.18
Alls 25 unglingar voru spurðir til hvers þeir notuðu netið
á venjulegum degi.
Skífuritið til hægri sýnir algengustu svörin.
Notaðu myndritið til að svara spurningunum hér á eftir.
a
Hvaða flokkur var notaður af flestum unglingunum?
b
Tveir flokkar mynda um það bil helminginn af myndritinu.
Hvaða flokkar eru það?
c
Hvað er flokkurinn „fréttir/fróðleikur“ um það bil stór hluti
af heildinni?
4.19
Í strætó borguðu 3 af 8 farþegum barnamiða.
a
Hvaða skífurit hér á eftir sýnir þennan hluta farþeganna með grænum
hringgeira?
b
Hve marga barnamiða sýnir græna svæðið í hverju hinna skífuritanna?
1960
rafmagn
kol
olía
viður
2009
olía
viður
rafmagn
samskipta-
miðlar
tölvu-
spil
gerð
mynda/
myndbanda
tölvupóstur
fréttir/
fróðleikur
A
B
C
D
E
Hringgeiri
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...140
Powered by FlippingBook