skali1b_nem_flettibok - page 16

Skali 1B
14
Hlutfallstíðni með töflureikni
Reitirnir í töflureikninum eru oftast kallaðir hólf eða sellur. Hvert hólf á sína
tilvísun eftir því í hvaða röð og hvaða dálki það er. Hólfið í röð 2 og dálki B hefur
tilvísunina B2. Oft má einfalda verkefni með því að búa til töflureikni þannig að
afrita innihaldið í einu hólfi og líma það í annað − eða önnur − hólf. Ef við afritum
texta eða tölu verður sami texti og sama tala í hólfinu sem við límdum í.
Ef formúla er afrituð breytist formúlan í hverri röð eða dálki sem hún er límd í.
Stundum viljum við ekki að hólf breytist þegar við afritum. Þá er notað táknið $ fyrir
framan bókstafinn til að halda dálkinum óbreyttum. Og við notum $-táknið fyrir
framan töluna til að halda röðinni óbreyttri. Þetta kallast altæk tilvísun í hólf.
Í 8. A eru 4 af 18 nemendum stuðningsmenn Liverpool. Í 8. B eru það 5 af 25
og í 8. C eru það 3 af 23 nemendum. Hver er hlutfallstíðni stuðningsmanna
Liverpool í hverri bekkjardeild?
Tillögur að lausn
Við getum notað töflureikni til að finna hlutfallstíðnina. Í hólf D4 skrifum við
formúluna =B4/C4. Við afritum hana yfir í hólf D5 og D6. Þá breytist formúlan
þannig að í hólfi D5 stendur =B5/C5 og í hólfi D6 stendur =B6/C6.
A
B
C
D
1 Stuðningsmenn Liverpool
2
3 Bekkjardeild Fjöldi stuðningsmanna Fjöldi nemenda Hlutfallstíðni
4
8. A
4
18
0,222
5 8. B
5
25
0,2
6 8. C
3
23
0,130
=B4/C4
Nemendurnir í 8. F voru spurðir með hvaða liði í enska boltanum þeir héldu.
Alls 6 nefndu Liverpool, 9 nefndu Manchester United og þeir 4, sem eftir voru,
nefndu Chelsea.
Hver er hlutfallstíðni þeirra nemenda sem héldu með hverju liði?
Tillögur að lausn
Nota má töflureikni til að finna hlutfallstíðnina. Þá þarf að deila með
heildarfjölda nemenda í bekkjardeildinni, þ.e. með tölunni í hólfi B7.
Hólf 
er reitur
í töflureikni.
Sýnidæmi 4
Við notum altæka
tilvísun í hólf vegna þess
að við þurfum að deila
með B7 bæði í hólf B4,
B5 og B6.
A
B
C
1 Stuðningsmenn liða í enska boltanum
2
3
Lið
Hlutfallstíðni
4 Liverpool
6
0,315
5
Man.U.
9
0,474
6
Chelsea
4
0,211
7
19
=B4/
$B $7
Sýnidæmi 5
1...,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 17,18,19,20,21,22,23,24,25,26,...140
Powered by FlippingBook