skali1b_nem_flettibok - page 137

Kafli 5 • Algebra og jöfnur
135
T
tafla
samsett úr röðum og dálkum, notuð til að skipuleggja og flokka gögn og auðvelda yfirsýn
talnamynstur
mynstrið sem myndar talnarunu
talnaruna
tölur sem koma hver á eftir annarri í ákveðinni röð
teiknilýsing
lýsing á því hvernig teikning er gerð
teljari
talan, sem er fyrir ofan brotastrik almenns brots, táknar fjölda hluta af heild
teningur
teningur hefur sex jafn stóra hliðarfleti sem allir eru ferningar
tíðasta gildi
eitt þeirra gilda sem sýnir miðsækni í gögnum og lýsir því gildi í gögnunum sem hefur mestu
tíðnina, þ.e. kemur oftast fyrir
tíðni
segir til um hve margir eru af hverjum atburði eða í hverjum flokki sem rannsakaðir eru
tíðnitafla
tafla sem gefur yfirlit yfir hve oft sérhvert gildi, sem athugað hefur verið, kemur fyrir
tígull
samsíðungur þar sem allar hliðarnar eru jafn langar
topphorn
horn sem hafa sameiginlegan oddpunkt og sameiginlega arma. Topphorn eru alltaf jafn stór.
trapisa
ferhyrningur þar sem tvær mótlægar hliðar eru samsíða
tröppurit
sérstakt afbrigði af línuriti sem sýnir ekki samhangandi feril heldur nokkrar láréttar línur sem
líta út eins og tröppur
tugabrot
samanstendur af heiltöluhluta tölunnar, sem er vinstra megin við kommu, og einum eða fleiri
aukastöfum hægra megin við kommuna. Tugabrot milli –1 og 1 hafa heiltöluhlutann 0.
tugveldi
veldi þar sem veldisstofninn er 10. Tölurnar 10, 100 og 1000 eru dæmi um tugveldi.
tölfræði
felur m.a. í sér að skipuleggja kannanir
tölustafur
við notum tíu tölustafi til að skrifa tölur: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9
U
ummál
lengd jaðars marghyrnings eða hrings
upphafspunktur
skurðpunkturinn milli ásanna í hnitakerfi. Upphafspunkturinn hefur hnitin (0, 0).
V
veldi
stuttur ritháttur fyrir margföldunardæmi þar sem þættirnir eru sama talan. Veldi samanstendur
af veldisstofni og veldisvísi.
veldisstofn
talan sem margfölduð er með sjálfri sér í veldi
veldisvísir
í veldi segir veldisvísirinn til um hve oft á að margfalda veldisstofninn með sjálfum sér
verg landframleiðsla (VLF) verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári
vídd
í rúmfræði eru myndir með einni, tveimur og þremur víddum. Lína er í einni vídd, flötur eða
slétta er í tveimur víddum og kubbur er í þremur víddum (eða lína er einvíð, slétta er tvívíð og
kubbur er þrívíður).
X
x-ásinn
lárétta talnalínan í rétthyrndu hnitakerfi
Y
y-ásinn
lóðrétta talnalínan í rétthyrndu hnitakerfi
yfirborðsflatarmál
summa flatarmála allra hliða þrívíðrar myndar eða hlutar
Þ
þverill
lína eða strik sem myndar 90° horn við línuna sem þverillinn er á
þversumma
summa allra tölustafa í tölu. Þversumma tölunnar 315 er 9.
1...,127,128,129,130,131,132,133,134,135,136 138,139,140
Powered by FlippingBook