Table of Contents Table of Contents
Previous Page  20 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 20 / 92 Next Page
Page Background

18

frá árinu 2000 sem sýndi tíðni kynferðislegrar misnotkunar á börnum og

byggðist á 1500 manna úrtaki. Um 23% stúlkna sögðust hafa verið mis-

notaðar fyrir 18 ára aldur og um 8% drengja. Um helmingur þeirra sem

misnotuðu börnin voru karlar sem á einhvern hátt tengdust fjölskyldunni

en voru ekki feður þeirra (Hrefna Ólafsdóttir, 2011). Svarhlutfall var

lágt

en niðurstöður byggðust á stóru slembiúrtaki.

Sterkar vísbendingar eru um að börn hér á landi þekki sjálf til ofbeldis á

heimilum. Þetta kom fram í könnun meðal skólabarna í 4.–10. bekk sem

náði til ríflega 1100 barna í þrettán grunnskólum. Um 70% barna og 94%

unglinga sögðust þekkja orðið heimilisofbeldi (Ingibjörg H. Harðardóttir,

Steinunn Gestsdóttir, og Guðrún Kristinsdóttir, 2014). Af bak­

grunnsþáttum hafði eigin vitneskja um ofbeldi á heimili skýrust tengsl

við svör þátttakenda. Hærra hlutfall barna, sem sagðist þekkja einhvern

sem hefði orðið fyrir ofbeldi á heimili, taldi karla og konur verða fyrir

þessu samanborið við börn sem ekki sögðust þekkja neinnmeð þá reynslu.

Einnig kom fram að fleiri unglingar er sögðust þekkja einhvern semhefði

verið beittur ofbeldi á heimili töldu ofbeldi á heimili algengara en aðrir.

Erfitt er að fullyrða um orsakir þessa munar á svörum barna og unglinga.

Þau sem þekkja til ofbeldis á heimilum geta hugsanlega talið að það sé

eðlilegur verknaður. Önnur skýring gæti verið að börn og unglingar sem

þekkja einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi á heimili sínu beini athygli

sinni meira að umfjöllun um athæfið en þau sem ekki búa yfir slíkri

vitneskju. Nýlegar norrænar rannsóknir sýna að hluti barna og unglinga

ýmist verður var við, verður fyrir eða er vitni að ofbeldi í fjölskyldum

sínum og nokkuð hefur bæst við þekkingu á þessu sviði síðan ofangreind

könnun var gerð (Ellonen, Kääriäinen, 2008; Mossige og Stefansen, 2008).

Niðurstöður ofangreindrar skólakönnunar hér á landi sýndu að lágt

hlutfall barna hér á landi heyrir um heimilisofbeldi hjá foreldrum.

Algengast var að þau segðust hafa heyrt um það í sjónvarpi (59%) og

næstalgengast að þau hefðu heyrt orðið í skólanum (53%). Í ljósi þess

má telja að ábyrgð skólans á því að fjalla um efnið sé umtalsverð. Þó

ber að hafa í huga að svarið „í skólanum“ kann að vísa til námsins og/

eða óformlegra samskipta nemenda. Færri þátttakendur sögðust hafa

heyrt talað um heimilisofbeldi í samræðum nákominna eins og hjá

mömmu (21%), pabba (15%) eða hjá vinum (13%). Þar sem ofbeldi er

beitt á heimili ríkir yfirleitt þögn um það vegna ótta, sársauka, niður-

lægingar og skammar sem fylgja slíkum hremmingum. Þetta kom fram í

ítarlegum viðtölum við börn og unglinga sem höfðu búið við

langvarandi og alvarlegt ofbeldi á heimilum sínum (Guðrún Kristins-

Börn og unglingar

þekkja orðið

heimilisofbeldi