Table of Contents Table of Contents
Previous Page  17 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 17 / 92 Next Page
Page Background

15

Á. Jóhannessonar (2010) ýtir þetta undir skyldubundna gagnkynhneigð.

Íslenskar rannsóknarniðurstöður á stofnanabundnum heterósexisma í

framhaldsskóla gefa til kynna að hann sé bundinn í formgerð og menn-

ingu skólanna. Þöggun um samkynhneigð veldur því að hinsegin börn og

ungmenni upplifa sig utanveltu og skrítin, skammast sín fyrir kynhneigð

sína eða kynvitund sem aftur leiðir til verri sjálfsmyndar og líðanar.

Að auki getur þöggunin leitt til eineltis og ofbeldis þegar kynhneigð

ungmenna kemur upp á yfirborðið. Þegar þögnin er rofin er of algengt

að eingöngu sé fjallað um gagnkynhneigð og samkynhneigð en ekki

um annað hinsegin fólk, svo sem transfólk, intersex og pankynhneigða.

Svarthvít umræða um kynhneigð getur verið hættuleg fólki sem er staðsett

annars staðar á litrófinu. Í raun ætti enginn að þurfa að vera inni í skáp

og koma svo út úr honum.

Loks má benda á fordóma gegn feitum börnum, en offita er alvarlegur

heilsufarsvandi og neikvæðri umfjöllun um hana er gjarnan ætlað að

skapa reiði og viðbjóð. Hætt er við að sú barátta leiðist yfir í neikvæða

umfjöllun um feitt fólk og feit börn. Í heimi þar sem fallegum en umfram

allt grönnum líkömum er hampað á feitt fólk sér fáa málsvara. Það skiptir

miklu máli að börn hafi jákvætt viðhorf til eigin líkama því að slæm lík-

amsmynd tengist vanda á borð við átraskanir, þunglyndi og félagsfælni.