3
Til ykkar kæru nemendur og dönskukennarar
Í þessari bók eru fjölbreyttir textar og verkefni sem krefjast lítils
undirbúnings af hálfu kennara. Um er að ræða smásögur og ljóð
eftir danska höfunda, sjálfspróf, skrýtlur og fleira. Margar teikningar
prýða bókina og styðja við textana.
Nemendur geta unnið nokkuð sjálfstætt með efnið og oft valið
framsetningu verkefna. Mörg verkefni má vinna í snjalltækjum ef
áhugi er fyrir því. Verkefnin voru prófuð með nemendum okkar og
var tekið tillit til hreinskilinna athugasemda þeirra við val á textum
og útfærslu verkefna.
Námsefnið er unnið út frá aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013.
Grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi og fléttast inn í
efni bókarinnar; læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti,
heilbrigði og velferð, sköpun.
Finna má tengingu við öll hæfniviðmið í erlendum tungumálum;
hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og
námshæfni. Efni bókarinnar sem og verkefnin henta vel á öðru og
þriðja stigi, þar sem nemendur vinna þau út frá eigin forsendum.
Hafið í huga:
• Verkefnin krefjast sjálfstæðra vinnubragða og samvinnu.
• Til að ná tökum á efni verkefnanna þurfa nemendur að rýna
vel í textana og oft að lesa á milli línanna.
• Nemendum gefst tækifæri til skapandi vinnu, fjölbreyttra
úrlausna og að vinna út frá eigin styrkleikum.
Gangi ykkur vel :)
Brimrún og Hildur Ásta