Allt getur gerst – Auðlesin sögubók

Allt getur gerst Allt getur gerst

Allt getur gerst ISBN 978-9979-0-2887-1 Textinn er settur upp með lestrarfræðileg sjónarmið í huga. Bókin er einnig gefin út sem hljóðbók. © 2005 Auður Jónsdóttir © 2005 teikningar Þórarinn Leifsson Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir 1. útgáfa 2005 önnur prentun 2020 Menntamálastofnun Kópavogi Hönnun og umbrot: Þórarinn Leifsson Prentun: Litróf ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja

Allt getur gerst

Höfundur Auður Jónsdóttir Þórarinn Leifsson teiknaði myndir Allt getur gerst

Efnisyfirlit Slæm máltíð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Gylltur himinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Húsið okkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Strákurinn í næsta húsi . . . . . . . . . . . 27 Dýrið í garðinum . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Pabbi leiðinlegi . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Snákur undir rúmi . . . . . . . . . . . . . . 49 Lífshætta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Matti lærir dönsku . . . . . . . . . . . . . . . 60 Vonbrigði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Draugaherbergið . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Björgunarleiðangurinn . . . . . . . . . . . 82 Besti vinur minn . . . . . . . . . . . . . . . . . 91

5 Slæm máltíð Pabbi sagði mér fréttirnar við matarborðið – Við flytjum eftir mánuð. – Hvert? spurði ég furðu lostin – Til Danmerkur, svaraði hann og brosti til mömmu Matti bróðir hló í barnastólnum Hann skvetti skyri á borðið Mig langaði að skvetta skyri á pabba Þetta voru hræðilegar fréttir

6 – Hvers vegna? tautaði ég – Við mamma höfum fengið vinnu í Danmörku Ég gretti mig – Það er gaman í Danmörku svo þú skalt ekki vera leið, sagði mamma Mér var alveg sama Ég vildi vera á Íslandi með vinum mínum Í sumarfríinu ætluðum við að gista í tjaldi í garðinum heima hjá Dídí vinkonu Við vorum að klára tólf ára bekk Reyndar var aðeins mánuður eftir af skólanum Það þýddi að ég gæti ekki gist í tjaldinu Ég yrði í Danmörku!

Ég var búin að missa lystina en mamma og pabbi hámuðu matinn í sig Þau voru yfir sig ánægð að hafa fengið vinnu á dönskum spítala – Gaman fyrir ykkur, fussaði ég og ýtti matnum frá mér Mér leiðast spítalar Það er frekar slæmt því þau eru bæði læknar Af hverju eru foreldrar Möggu ánægðari en hún með að flytja til Danmerkur?

8 Spítalar eru kaldir og gráir eins og draugahús Allir vinir mínir hafa bara farið einu sinni á spítala Flestir til að láta taka úr sér kirtla Dídí var með of stóra nefkirtla Bjössi var með of stóra hálskirtla Ég er með mátulega kirtla Samt hef ég oft farið á spítala! Alltaf til að hitta mömmu og pabba Ég kveið fyrir að fara á stóran spítala í útlöndum Spítala þar sem ég þyrfti að tala dönsku! Ég hafði bara lært dönsku í einn vetur í skólanum Það var ekki gaman

Ég vildi miklu frekar gista í tjaldi með Dídí, Bjössa og Kára Við ætluðum að kveikja bál, grilla pylsur og vaka alla nóttina Bjössi og Kári voru skemmtilegustu strákarnir í bekknum Dídí var meira að segja skotin í Kára! Ég var ekki skotin í neinum en ég hlakkaði til að gista í tjaldi

10 Ég varð að grípa til minna ráða Annars myndi allt fara í kalda kol Og ég fékk hugmynd! Ég ætlaði að fara í verkfall Í verkfallinu myndi ég læsa mig inni í herbergi Ég myndi ekki opna dyrnar fyrr en þau hættu við að flytja. Bara sitja á rúminu mínu og láta þau grátbiðja mig um að koma út Ég sá þau í anda standa við hurðina og hrópa: – Elsku Magga, viltu fyrirgefa okkur? Við erum alveg hætt við að flytja. Fyrirgefðu, við vorum vitlaus að ætla að gera þér þetta Skotheld hugmynd!

Ég lét til skarar skríða á meðan mamma og pabbi horfðu á fréttirnar Fyrst náði ég í bakpoka og síðan læddist ég inn í eldhús Þar setti ég mat í bakpokann Loks laumaðist ég inn í herbergi, læsti dyrunum og tók matinn upp úr bakpokanum Þetta var algjört hollustufæði Hvað er verkfall?

12 Grænar baunir í dós, skyr í dollu, tvö epli og djús Meira hafði ekki komist í bakpokann Ég settist á rúmið og raðaði matnum í kringum mig Þarna ætlaði ég að vera þar til þeim snerist hugur Jafnvel þótt ég kláraði nestið og myndi svelta dögum saman

13 Allt í einu hreyfðist hurðarhúnninn – Magga! hrópaði pabbi Sá var hissa að geta ekki opnað dyrnar Ég beið með að svara – Magga! hrópaði hann aftur Er allt í lagi með þig? Ég beit í eplið og velti fyrir mér hvernig ég gæti opnað baunadósina Vonandi myndi verkfallið leysast sem fyrst því ég hafði gleymt dósaopnara – Magga! hrópaði pabbi í þriðja sinn – Ég kem fram þegar þið hættið við að flytja. Annars verð ég alltaf hérna

– Ha! hváði pabbi Um hvað ertu að tala? – Ég vil ekki flytja. – Láttu ekki svona, Magga! Þú átt að koma fram og bursta í þér tennurnar NEI! – Jæja, þá næ ég í þig, sagði pabbi Hann opnaði dyrnar með skrúfjárni

15 Gylltur himinn Verkfallið heppnaðist ekki og nú sat ég í flugvél. Langt fyrir ofan skýin sem minntu á hvítt kandífloss og tindruðu eins og gull í sólskininu Mig langaði að borða skýin Þau voru svo falleg að ég óskaði þess að við myndum aldrei lenda Tíminn leið alltof fljótt. Úr hverju eru ský? Hvernig ætli þau bragðist?

16 Við flugum yfir Noreg. Brátt sagði flugstjórinn að hann væri að undirbúa lendingu Ég klessti andlitinu upp að rúðunni til að sjá landið betur Nú svifum við yfir Danmörku og það grillti líka í Svíþjóð

– Spenntu beltið, Magga, sagði mamma ákveðin Hún spennti beltið fyrir sig og Matta sem iðaði í sætinu Ég gegndi en hélt áfram að horfa út um gluggann Sólin skein á allan heiminn

Við svifum yfir sveitir, akra, vegi og strendur Sáum örlítil hús og smáa bíla – Er þetta Lególand? spurði ég Mamma flissaði. – Þetta er Kaupmannahöfn Við erum svo hátt uppi að hún virðist pínulítil Flugvélin lækkaði flugið meira og meira svo húsin stækkuðu og stækkuðu Þau voru ólík húsunum heima Það var ekki sól þegar við stigum út úr flugstöðinni.

Þvert á móti rigndi eins og hellt væri úr fötu Það var líka vindur Heitur og skrýtinn vindur Mér fannst ekkert fallegt við húsin lengur Þau voru orðin risastór og gnæfðu yfir mig eins og grár himinninn Ég var dálítið hrædd við öll þessi stóru hús og ókunnuga fólkið sem þusti fram hjá okkur Allt var skrýtið Matti grét í fangi mömmu Hún ruggaði honum meðan pabbi leitaði að leigubíl

20 – Suss, suss, Matti minn, hvíslaði mamma Ekki gráta Þetta er allt í lagi Ég óskaði þess að hún myndi líka hugga mig Ég var jafn leið og Matti En stelpur sem eru að verða þrettán ára kunna ekki við að gráta úti á götu Því horfði ég þögul á pabba setja töskur í skottið Hann talaði dönsku við leigubílstjórann Svo settist ég inn í bílinn og hugsaði til vina minna Nú voru þau að tjalda, grilla pylsur og hlæja Heima á Íslandi

Húsið okkar Það var hætt að rigna þegar bíllinn stoppaði loksins við gamalt hús Fyrir framan húsið voru há tré, róla og stór skál Pabbi sagði að skálin væri fuglabað – Ó, hvað þetta er fallegt! hrópaði mamma – Garðurinn er fallegur en húsið er draugalegt, umlaði ég

Þegar við komum inn í húsið hrópaði mamma aftur – Ji, en fallegt! Ég litaðist um Það var dimmt og kalt í húsinu Ég saknaði vina minna enn meira Ég var ein og yfirgefin, oj bara! Í stofunni var arinn – Kannski getum við grillað pylsur í honum, sagði ég háðsk – Æ, vertu ekki svona önug, fussaði mamma Prófaðu að hugsa um eitthvað annað en útileguna – Eins og hvað? – Þú getur skoðað nýja herbergið þitt Nú v0ur þú ein í herbergi 22 Af hverju var Magga önug?

Heima hafði mig dreymt um að vera ein í herbergi Ég var orðin leið á að deila herbergi með Matta Hann var þriggja ára og elti mig á röndum Ég fékk aldrei frið til að vera með vinum mínum í gamla herberginu Matti góndi alltaf á okkur eins og gamall api Stundum vældi hann svo hátt að við flúðum út. Stundum eyðilagði hann dótið okkar Stundum slefaði hann á fötin okkar Hins vegar átti ég enga vini í Danmörku Ég hafði bara Matta til að leika við í nýja herberginu

Þrátt fyrir það var gott að fá herbergi fyrir sig eina Ég flýtti mér að skoða það. Herbergið var bjartara en stofan Það var hvítt með stórum glugga sem var hægt að opna út eins og tvær hurðir Mér leist vel á gluggann Ég opnaði hann og kíkti út í garðinn Útsýnið var ekki sem verst 24

Þarna var annað fuglabað og lítill fugl buslaði í því Býflugur sveimuðu á milli blómanna. Fiðrildi flögraði um garðinn. Allt um kring voru blóm, runnar og stór tré Og viti menn! Undir einu trénu sat íkorni Hann starði á mig og brún augun tindruðu Síðan hoppaði hann í burtu og hvarf inn í runna

26 – Þetta er ekki slæmt, hugsaði ég Síðan varð mér litið á húsið í næsta garði Það var þá sem ég sá hann í fyrsta sinn Strákinn í næsta húsi Hann sat við glugga sem var alveg eins og glugginn minn Horfði á mig og brosti

Strákurinn í næsta húsi Ég var feimin en vildi vera kurteis Því brosti ég líka til stráksins Síðan gekk ég í flýti frá glugganum og settist á rúmið Það var skrýtið að hafa ekki gluggatjöld fyrir glugganum Ég sá inn í herbergið hans Hann sá inn í herbergið mitt Mér fannst það óþægilegt Hvað hefðir þú gert í sporum Möggu?

28 Núna þorði ég varla að líta upp Ég horfði lengi á gólfið en prófaði loks að kíkja aftur á hann Úff! Hann brosti og veifaði eins og óður maður Ég stökk af rúminu og hljóp að hurðinni Hvað átti ég að gera? Kannski brosa þúsund sinnum í hvert skipti sem ég væri inni í herberginu Eða hvað? Af tvennu illu var betra að Matti góndi á mann en ókunnugur strákur Ég ákvað að biðja mömmu að setja upp gluggatjöld Sem allra fyrst!

29 Mamma var önnum kafin við að taka upp úr töskunum Matti þóttist hjálpa henni Hann sat í einni töskunni og reif fötin upp úr henni – Mamma, komdu strax! sagði ég stressuð – Hvað elskan? Hún leit kát á mig – Það er strákur að horfa inn í herbergið mitt Þú verður að setja upp gluggatjöld inni hjá mér! Mamma kipptist við – Hvað meinarðu, Magga? – Bara, það er strákur að horfa inn til mín, endurtók ég Hvernig þætti þér ef ókunnugur krakki myndi horfa inn til þín?

Mamma gretti sig – Magga mín, ekki bulla, sagði hún – Ég er ekki að bulla Komdu og sjáðu hann með eigin augum Hann glápir inn til mín Hún hristi höfuðið en greip Matta í fangið og elti mig

31 Þegar mamma sá strákinn dauðsá ég eftir að hafa náð í hana – Halló vinur! hrópaði hún á dönsku Hvað heitir þú? – Ekki hrópa á hann, hvæsti ég – Óþarfi að vera feimin, sagði mamma Sjáðu! Hann er að koma Strákurinn hafði hoppað út um gluggann Fyrr en varði prílaði hann inn um gluggann minn – Ég heiti Maríó, másaði hann og brosti til mín – Ég heiti Magga, tafsaði ég, rauð eins og tómatur

32 – Talarðu ekki dönsku? spurði Maríó á dönsku En ég skildi hann og sagðist þess vegna kunna dálítið í dönsku – Einu sinni talaði ég ekki dönsku, sagði hann skilningsríkur Mamma þýddi fyrir mig – Hvers vegna? spurði ég og leit á mömmu Það var óþarfi. Maríó skildi mig. – Vegna þess að ég flutti hingað frá Kúbu fyrir nokkrum árum, svaraði hann hægt og skýrt – Alla leið frá Kúbu? hváði ég Maríó kinkaði kolli Mér sýndist hann vera dálítið rogginn á svipinn

– Hvaða tungumál talar fólk á Kúbu? spurði ég mömmu Hún brosti til Maríó og sagði að fólk talaði spænsku á Kúbu – Talar hann spænsku? – Að sjálfsögðu, svaraði Maríó á dönsku Ég tala spænsku og dönsku Svo kann ég líka smávegis í ensku Hvers vegna ætli Magga skilji dálitla dönsku?

34 – Hvaða mál talar þú? spurði hann – Ég tala íslensku, svaraði ég með hjálp mömmu En ég skil líka dálítið í ensku og dönsku Maríó varð hugsi á svip Allt í einu talaði hann hraðar og mamma þýddi í flýti. – Ég hef lært um Ísland í skólanum, sagði hann Ég veit að danskur kóngur réð einu sinni yfir Íslandi. – Það var í gamla daga, útskýrði ég á íslensku Nú er forseti á Íslandi Mamma endurtók orð mín á dönsku og hló dátt – Ekki vera feimin, Magga, bætti hún við

35 Því miður hafði hún ekki tíma til að þýða meira Hún þurfti að taka upp úr töskunum og gefa Matta að drekka Því sagði hún okkur að reyna að tala saman án sín – Hvernig? spurði ég – Þið getið notað hendurnar til að útskýra orðin Þið getið prófað að tala dönsku, íslensku, spænsku og ensku, sagði hún Allt þar til þið skiljið hvort annað Þannig lærir fólk ný tungumál Síðan sagði hún það sama við Maríó Hann horfði brosandi á hana og kinkaði kolli Þegar hún var farin fram leit hann á mig Þekkirðu fánana á myndinni? Hvaða fáni á við hvaða tungumál?

36 Mér leist ekki á blikuna Hvernig datt mömmu í hug að skilja okkur ein eftir? Hvernig átti ég að tala og skilja mál sem ég kunni ekkert í? Ég starði ráðvillt á Maríó Hvað átti ég að segja? Maríó var sko ekki feiminn Brosandi greip hann í hönd mína og teymdi mig út um gluggann

Dýrið í garðinum Maríó sleppti hönd minni í miðjum garðinum Hann kraup á hnén og benti á nokkur stór tré sem stóðu þétt saman – Viltu að ég skoði þau? spurði ég á íslensku og táknmáli Sem betur fer kinkaði Maríó kolli Hann hafði skilið mig Húrra!

Ég steig nær og kíkti inn á milli trjánna Fyrst sá ég ekki neitt en svo glitti í skrýtið skott Það var stórt, dálítið brúnt og dálítið rautt – Uss, hvíslaði Maríó um leið og við læddumst nær skottinu Síðan greip hann í mig og staðnæmdist Hann vildi ekki fæla dýrið sem átti skottið Nú sá ég það betur og trúði varla eigin augum Ég þurfti að loka þeim og opna þau aftur til að sannfærast Þetta var lítill refur 38

– Hann sefur alltaf hérna, útskýrði Maríó með fingrum og orðum. Hann talaði við mig eins og indíáni við kúreka Refurinn gróf höfuðið inn í feldinn og virtist sofa En allt í einu opnaði hann annað augað og urraði Mér brá en Maríó greip í mig – Vertu alveg róleg, sagði hann og um leið stökk refurinn í burtu

40 Maríó horfði á eftir refnum og sagði að hann kæmi örugglega aftur – Hingað koma oft dýr úr skóginum Sjáðu, skógurinn er þarna! Ég tyllti mér á tá og sá skóginn í fjarska Hann var stór og dularfullur – Hvernig dýr? spurði ég Maríó notaði indíánamálið til að segja mér frá þeim Fingur hans tóku á sig mynd kanínu og svo breyttust þeir í dádýr Íkorna, fugl, snák og mús Héra, flugu og rottu. Maríó minnti mig á töframann sem galdrar dýr upp úr pípuhatti Hann var með galdrafingur.

41 – Þú ert mjög góður í að búa til dýr, sagði ég Maríó brosti stoltur – Ég get líka sýnt þér lifandi dýr – Dýrin í skóginum? Hann kinkaði kolli – Ég skal einhvern tímann sýna þér skóginn Mig kitlaði í magann af spennu en svo mundi ég eftir snákunum – Mig langar að sjá öll dýrin nema snákana Hann skildi það vel – Þú þarft ekki að sjá snáka Mér létti svo mikið að hann hló að mér Hann hló smitandi hlátri og ég fór líka að hlæja

Allt í einu heyrðum við hróp Maríó sagði að mamma sín væri að kalla á sig – Ég þarf að fara heim og borða kvöldmat, útskýrði hann á indíánamálinu Við hittumst aftur á morgun Ég fór strax að hlakka til – Ég kem til þín um leið og ég vakna, bætti hann við Þá getum við leikið okkur allan daginn Ég brosti út að eyrum Þetta var of gott til að vera satt Nú hljóp Maríó af stað Ég horfði á eftir honum þar til hann hvarf inn Rölti svo inn í húsið Hvernig getur eitthvað verið of gott til að vera satt?

Pabbi leiðinlegi Við borðuðum kvöldmat á nýja heimilinu í eldgamla húsinu Matti byrjaði strax að skvetta jógúrt á veggina Ég nennti ekki að fylgjast með honum Hann var alltaf að skvetta jógúrt Ég sat bara og geispaði þangað til mamma sagði mér að bursta tennurnar

44 – Það þarf ekki að segja mér að bursta tennurnar, tautaði ég pirruð Ég er að verða þrettán ára – Hættu að tuða, Magga, sagði mamma Þú ert búin að tuða í heilan mánuð – Það var ekki ég sem vildi flytja í eitthvert draugahús í Danmörku – Við vitum það, góða mín, sagði pabbi Þú átt samt að bursta tennurnar – Bursta, bursta! fussaði ég Má ég aldrei segja neitt? Ríkir ekki málfrelsi í þessari fjölskyldu? – Upp í rúm og ekkert múður! skipaði pabbi

– Nú! Átti ég ekki að bursta tennurnar? – Jú, þú átt að gera það strax og fara svo beinustu leið upp í rúm, gelti pabbi – Matti er ekki einu sinni sofnaður, mótmælti ég – Það skiptir ekki máli Þú ert í svo mikilli fýlu að okkur er öllum greiði gerður ef þú ferð að sofa Mig langaði að gráta þegar pabbi sagði þetta En ég sagði ekkert Horfði bara á pabba og yggldi brýnnar eins og brjálaður morðingi Hann fór að hlæja og þá varð ég enn þá grimmari á svipinn Veistu hvað málfrelsi er? Hvers vegna er það mikilvægt?

46 Pabbi hætti að hlæja – Magga, láttu ekki svona! sagði hann Þú græðir ekkert á að setja upp þennan svip – Ég er að verða þrettán ára, endurtók ég Ég ræð hvenær ég bursta tennurnar – Þú ræður engu Hvorki hvar við búum né hvenær þú burstar tennurnar Þú ert bara lítil stelpa Mamma leit snöggt á pabba – Hættu að stríða henni, sagði hún Magga er þreytt og ringluð eftir langt ferðalag – Einmitt, hnussaði pabbi Hún á að sofna til að ná úr sér þreytunni

47 – Hún ætlar að gera það, sagði mamma rólega og tók Matta í fangið – Við ætlum öll upp í rúm, bætti hún við Þú líka – Ég! hváði pabbi og leit snúðugur á hana – Já, þú ert líka þreyttur og ringlaður – Hann er bara leiðinlegur, hvíslaði ég Sem betur fer heyrði enginn hvíslið Mamma greip í hönd mína og leit ákveðin á pabba – Þú getur verið hreykinn af Möggu Hún er nú þegar búin að eignast vin í nýja landinu

48 – Hvaða vin? spurðum við pabbi í kór Mamma leit ábúðarfull á mig – Nú auðvitað Maríó, sagði hún Ég brosti íbyggin til hennar Pabbi góndi á okkur eins og fiskur á þurru landi. – Hver er Maríó? spurði hann loksins Hann fékk ekkert svar Við vorum að bursta tennurnar Af hverju var pabbi eins og fiskur á þurru landi? Hvað merkir eins og fiskur á þurru landi?

49 Snákur undir rúmi Eftir þjarkið við pabba var ég hætt að hlakka til að hitta Maríó aftur Þjarkið hafði komið mér í vont skap Allt var glatað en pabbi var glataðastur af öllu glötuðu Hann vildi flytja hingað. Hann var jafn frekur og Matti Það var honum að kenna að ég var ein og myrkfælin í nýju herbergi

50 Ég bylti mér í rúminu og saknaði Matta Mig langaði ekki lengur til að vera ein í herbergi Skuggar trjánna dönsuðu um herbergið þegar vindurinn blés á þau Þeir voru lifandi og sveimuðu gráðugir í kringum mig Ég hnipraði mig saman Mig langaði að vekja mömmu en ég vissi að hún yrði pirruð Mig langaði heim Mig langaði ekki að hitta þennan Maríó aftur Ég var feimin og hrædd við allt Skyndilega heyrðist skrýtið hljóð Hvisssssss …

51 Var snákur undir rúminu? Hjartað barðist um í brjóstinu Hvisssssss … Mig langaði að hlaupa út en skuggarnir dönsuðu alls staðar Langaði að sofa í gamla herberginu okkar Matta Langaði í útilegu með vinum mínum Langaði að gera allt nema liggja þarna Fyrst og fremst langaði mig að ná næstu flugvél heim. Hvissss, hvíslaði snákurinn undir rúminu Hvisssssssssssssssssssssssssss … Ég hnipraði mig saman Þorði ekki að kíkja undir rúmið Þorði varla að horfa í kringum mig

Það var eins og myrkrið ætlaði að gleypa mig Ég dró sængina yfir höfuðið og pírði augun Undir sænginni heyrðist ekki hvissið Mér fannst ólíklegt að snákurinn kæmist upp í rúm og undir sængina Smám saman varð ég syfjuð og þungi færðist yfir höfuðið. Síðan sofnaði ég þrátt fyrir allt

Lífshætta Það var erfitt að vakna. Mamma og Matti kölluðu á mig en ég var alveg rotuð – Komdu á fætur, ástin, sagði mamma Ég þarf að biðja þig að passa Matta – Magga vakna! æpti Matti og ég grúfði mig ofan í koddann Vonandi var hann ekki vopnaður jógúrt eða ávöxtum

54 Á endanum settist ég upp og leit pirruð á þau – Magga kúkur, sagði Matti og skellihló – Þú getur sjálfur verið kú … Mamma þaggaði niður í mér – Þú ert orðin of gömul til að uppnefna bróður þinn Klæddu þig nú og komdu fram Ég andvarpaði og fór að klæða mig Það var kalt inni í herberginu og ég skalf úr kulda þangað til ég var komin í öll fötin Síðan varð mér litið út um gluggann og þá andvarpaði ég enn dýpra Úti var rok og dimmt – Oj, grátt veður í gráu landi, hreytti ég út úr mér

55 Mamma og Matti voru inni í eldhúsi Hún var að skræla ávexti handa Matta Hann henti eplabita í mig og vældi af hlátri – Ekki láta svona Matti, sagði mamma ströng Svo leit hún á mig – Geturðu passað á meðan ég fer á fund? – Þú getur alveg sleppt því að spyrja Þú hefur engan annan en mig svo ég neyðist til að passa Mamma leit ströng á mig – Mikið voðalega ertu hortug, sagði hún þreytulega Nennirðu að passa Matta án þess að vera í fýlu?

56 Ég þurfti að lofa mömmu þrisvar sinnum að vera ekki í fýlu áður en hún fór á fundinn Síðan leit ég á Matta – Jæja, litli kúkur Hvað langar þig að gera? – Kúka! kallaði hann og hló – Þú ert nú meiri asninn, sagði ég og kyssti hann á kollinn Því miður náði hann að skvetta jógúrt á mig Af hverju ætli Magga verði oft hrædd? Getur það verið vegna þess að hún er leið í Danmörku?

57 – Ohhh … Matti! skrækti ég Matti hristist af hlátri og gusaði meira á mig Allt í einu stirðnaði hann því úti heyrðust háar drunur Síðan fór hann að hágráta Mér krossbrá líka en faðmaði hann þegar elding lýsti upp himininn Það var erfitt að hugga Matta því ég var sjálf hrædd

58 Himinninn var orðinn dimmur eins og um miðja nótt Síðan kom ný elding og önnur stærri fylgdi strax á eftir Eldingarnar urðu fleiri og fleiri. Stærstu eldingarnar voru jafn langar og Hallgrímskirkjuturn Að minnsta kosti fannst mér það Matti grét og grét en ég mátti ekki gráta Þá fyrst yrði hann trylltur af hræðslu Mér hafði aldrei liðið svona illa á ævinni Hvað áttum við að gera ef næsta elding kæmi niður í húsið? Við myndum deyja!

59 Ég öskraði af skelfingu. Matti öskraði enn hærra þegar það var bankað á gluggann Hann þorði ekki að líta upp en ég gerði það og rak upp stór augu Maríó stóð úti í óveðrinu og veifaði til okkar Hjúkk! stundi ég og opnaði gluggann svo hann gæti klifrað inn Ætli allir séu hræddir við eldingar?

60 Matti lærir dönsku Maríó hristi af sér vatnið þegar hann var kominn inn Matti glápti á hann, alveg steinhissa En hann hló þegar Maríó skundaði til hans og kreisti dálítið vatn úr peysunni yfir hann. Mér til mikillar furðu fékk Maríó ekki jógúrtgusu framan í sig Svo drundi aftur í þrumu og Matti fölnaði Maríó rótaði í hári hans og brosti rólegur

61 – Þið þurfið ekki að vera hrædd, sagði hann á indíánamálinu Síðan útskýrði hann að það væru eldingavarar á öllum húsunum Það var flókið fyrir hann að útskýra eldingavara fyrir okkur – Eldingavarar eru skrýtin rör Þau sjúga eldingarnar til sín svo þær kveiki ekki í húsunum Maríó talaði hægt og notaði fingurna meira en dönsku eða ensku Hann var jafn snjall í að tala með fingrunum og að búa til dýr með þeim Af hverju er Maríó ekki jafn smeykur við eldingar og Magga og Matti?

62 Hann var sannkallaður töframaður Brátt hljóðnuðu þrumurnar og það birti upp Ekki leið á löngu þar til sólin var farin að skína Matta leist svakalega vel á Maríó Það var gagnkvæmt Hann nennti að spjalla við Matta um aðaláhugamálið hans: Kúk Ég hlustaði á þá og það var eins og þeir töluðu sama málið Matti notar nefnilega hendurnar meira en orð þegar hann vill segja eitthvað Maríó skildi hann strax Þar að auki kenndi hann honum nokkur dönsk orð

Hann útskýrði fyrir Matta að kúkur héti lort á dönsku Matti hló eins og klikkuð hýena Ég fórnaði höndum en kímdi Síðan settist ég við eldhúsborðið og þakkaði Maríó fyrir að hafa komið í óveðrinu Hann yppti öxlum – Ég ætlaði hvort sem var að koma og hitta þig

64 – Þú hefðir getað komið eftir óveðrið, tafsaði ég Þetta var fallegt af þér – Ég sá ykkur í gegnum gluggann og fattaði að þið væruð hrædd, sagði hann Síðan hallaði hann undir flatt og viðurkenndi að sér þætti gaman að hjálpa fólki – Þess vegna langar mig að verða læknir, bætti hann við á indíánamálinu – Læknir! skrækti ég Það er hræðilegt – Af hverju? spurði hann forviða – Af því að spítalar eru ömurlegir Ég veit það því að mamma og pabbi eru læknar

Maríó kímdi – Mig langar samt að verða læknir Afi minn er læknir á Kúbu. Honum þættu spítalarnir hér flottari en konungshallir. Spítalinn hans er í gömlu húsi sem er alveg að hrynja – Já, sagði ég hugsi Ég skammaðist mín svolítið fyrir að hafa verið svona æst – Einu sinni kviknaði í spítalanum hans, sagði Maríó Það var elding sem kveikti í honum Á Kúbu sér maður oft risastórar eldingar – Var ekki eldingavari á spítalanum? – Nei, sagði Maríó dræmt

66 Síðan lifnaði aftur yfir honum. – Það væri gaman að sýna þér Kúbu Þar getur maður synt í heitum sjó og tínt ávexti af trjánum Á Kúbu eru líka mörg pálmatré og blóm sem eru stærri en jólatré Apar, páfagaukar og önnur falleg dýr Svo hlæja allir mikið, sagði hann og ljómaði Ég átti fullt í fangi með að fylgjast með indíánamálinu Samt skildi ég hann og spurði: – Af hverju hlær fólkið mikið? – Mér finnst það bara vera þannig. Kannski því ég sakna ættingja minna Maríó brosti með sjálfum sér Fólkið hérna hlær líka mikið Bara á annan hátt

Hann horfði einlægur á mig – Þú skilur hvað ég á við ef þú kemur einhvern tímann með mér til Kúbu Ég varð eitt stórt bros Þetta var betra en skógurinn Betra en allt Mig langaði rosalega til Kúbu Það væri gaman að sjá apa og blóm á stærð við jólatré Tína ávexti af trjánum og spjalla við stóra páfagauka – Þá getur þú líka komið með mér til Íslands, sagði ég spennt Andlit hans ljómaði þegar hann sagði að það yrði ofsalega gaman – Mig langar að ferðast um allan heiminn Núna hef ég góða ástæðu til að byrja á Íslandi

Því miður treysti ég mér ekki til að lýsa Íslandi á indíánamáli Ég lét nægja að segja að mig langaði að sjá heiminn – Öll löndin og allt fólkið Svo þagnaði ég, kát en hissa á sjálfri mér Það hafði aldrei áður hvarflað að mér að skoða heiminn. Núna fannst mér að mig hefði alltaf langað til þess

69 Við hrukkum í kút þegar jógúrtsletta lenti á borðinu Matti var orðinn óþolinmóður Maríó lét sér hvergi bregða Hann tók Matta í fangið og rölti með hann út í garð Það var alveg hætt að rigna og við lékum við Matta í garðinum þangað til mamma og pabbi komu heim – Þetta er Maríó, sagði ég við pabba þegar þau birtust – Halló Maríó, sagði pabbi Svo leit hann sposkur á mig og spurði hvort ég hefði dottið á höfuðið – Nei, af hverju? – Þú ert í einstaklega góðu skapi, sagði hann illkvittinn

70 – Ekki stríða henni, bað mamma Því næst leit hún á okkur Maríó og spurði hvort hann vildi borða hádegismat með okkur Hún þurfti ekki að spyrja tvisvar Hins vegar þurfti Maríó að hlaupa heim og fá leyfi til þess. Þegar hann sneri aftur varð Matti svo glaður að hann datt um sjálfan sig og hrópaði: – Lort!

71 Vonbrigði Við Maríó spjölluðum saman fram á kvöld Okkur gekk betur og betur að skilja hvort annað Ég fékk leyfi hjá mömmu til að fara í gönguferð með honum um nágrennið Við fengum okkur ís og spjölluðum við karlinn sem átti ísturninn Hann kannaðist við Maríó og gaf okkur gosflösku í kaupbæti

72 – Stundum passa ég turninn ef hann þarf að bregða sér frá, sagði Maríó þegar við gengum í burtu Við löbbuðum í átt að skóginum og sleiktum ísinn á leiðinni Loks komum við inn í skóginn Það var flott að sjá sólargeislana brjótast í gegnum laufþykknið Við sáum ekki snáka, bara nokkra íkorna en það var nóg fyrir mig Þegar við snerum aftur var kominn kvöldmatartími Maríó þurfti að borða heima hjá sér Mér fannst leiðinlegt að kveðja hann – Sjáumst á morgun, sagði ég hlýlega En Maríó tók ekki undir það Hann veifaði snöggt og hljóp í burtu

73 Það þyrmdi yfir mig. Kannski vildi hann ekki hitta mig aftur! Af hverju hafði hann ekki sagt: Já, við sjáumst? Hann hljóp í burtu og sagði ekki einu sinni bless Kannski var hann orðinn leiður á mér Döpur í bragði gekk ég inn í nýja húsið – Fékkstu annað höfuðhögg? spurði pabbi hress Mamma þaggaði niður í honum og faðmaði mig – Er allt í lagi, Magga? spurði hún – Já, laug ég og settist við eldhúsborðið Pabbi varð áhyggjufullur á svipinn – Magga, hvað gerðist? spurði hann – Ekkert, svaraði ég

– Víst, mótmælti hann Það er ástæða til að hafa áhyggjur þegar þú kvartar ekki yfir neinu. Ég píndi fram bros og beit í brauðsneið Þóttist meira að segja hlæja þegar Matti gaf mér eplið sitt Síðan stóð ég upp og bauð góða nótt – Þú mátt vaka lengur, sagði mamma – Nei, ég er syfjuð Pabba svelgdist á kaffnu. – Er örugglega allt í lagi með þig? – Já, sagði ég og fór inn í herbergi

75 Mamma þusti út á eftir mér – Magga, af hverju ertu leið? – Ég sakna vina minna, svaraði ég lágt og fór að klæða mig í náttfötin Hún settist á rúmið – Ástin, þú átt eftir að eignast vini Þú ert strax búin að kynnast Maríó – Uhm umlaði ég og skreið undir sæng Kannski vill enginn vera með mér hérna – Hvaða vitleysa, sagði mamma Þú ert skemmtilegasta stelpa sem ég þekki – Þú segir það bara af því þú ert mamma mín Hún kyssti mig á kinnina og breiddi sængina yfir mig. – Nei, ég veit það Verður þú stundum óörugg(ur) í nýju umhverfi?

76 Draugaherbergið Ég mundi ekki eftir snáknum fyrr en ég var skriðin undir sæng Dagurinn hafði verið svo spennandi að ég hafði gleymt honum Núna lá ég ein uppi í rúmi og þorði ekki að slökkva ljósið Úti var byrjað að hvessa og rigna Hvissssss, heyrðist í snáknum Ég stillti mig um að hlaupa fram Mamma og pabbi máttu ekki halda að ég væri smábarn eins og Matti

Hvissssssssssssss … Mig langaði að gráta Ég var ein í heiminum og gat ekki talað við neinn Hvissssssssssssss … Ég pírði augun og steig varlega á kalt gólfið. Ég varð að finna snákinn sjálf. Fyrst kíkti ég undir rúmið Þar var enginn snákur Síðan leit ég undir skrifborðið Þar var ekkert að sjá Loks skimaði ég í kringum mig en sá ekkert Ég gekk að glugganum og leit út Hvissssssssssssss …

Ég rak upp skellihlátur Auðvitað! Það voru trén sem hvæstu Þau bærðust í vindinum, stór og mikil Mörg þúsund laufblöð feyktust til og frá Þau gáfu frá sér hljóð á meðan Hvissssssssssssss … Ég settist á rúmið, stolt af því að hafa svipt hulunni af leyndardóminum Ég var svo ánægð með sjálfa mig að ég gleymdi öllu leiðinlegu Ég hafði farið í snákaleit ein og óvopnuð

Ég var jafn hugrökk og hermaður í stríði Ég var hugrakkasta stelpa í heimi og … Ég kipptist við Hvað var þetta? Úúúúúúúúúúúúú … Ég hnipraði mig aftur saman Þetta hljóð var miklu óhugnanlegra en hvissið Tennurnar glömruðu af skelfingu. Hljóðið var hræðilegra en nokkuð annað sem ég hafði heyrt Það minnti á grát í barni Kannski var þetta grátandi draugabarn!

80 Úúúúúúúúúúúúú … Mér var hætt að standa á sama Hræðslan hríslaðist um líkamann Það hvarflaði ekki að mér að leita að þessum draug Ráðlegra að kalla á mömmu og pabba Þau máttu alveg kalla mig smábarn Ég ætlaði ekki að vera ein þarna Ég læddist í átt að dyrunum Hjartað hamaðist í brjóstinu Úúúúúúúúúúúúúmaaaaaaaaaaaga, heyrðist og ég hrökk í kút Heyrði ég rétt? Var þetta nafnið mitt? Maaaaaaaaaaaga … Ég leit snöggt aftur fyrir mig Hjálp!

Það var andlit á glugganum Ég hljóp að dyrunum og tók í hurðarhúninn Gat þó ekki stillt mig um að líta aftur á gluggann Sem betur fer gerði ég það Andlitið á glugganum tilheyrði engum öðrum en Maríó – Magga, hvíslaði hann Viltu opna gluggann? Fljót! Mér er kalt

82 Björgunarleiðangurinn Maríó klifraði inn um gluggann – Fyrirgefðu, sagði hann másandi Ég náði ekki að kveðja þig almennilega í kvöld Ég var orðinn of seinn í kvöldmat Við borðum alltaf klukkan átta – Allt í lagi, sagði ég og gætti þess að hljóma afslöppuð en kímdi í laumi Og þá heyrðist hljóðið aftur Úúúúúúúúúúúúú … Ég stirðnaði og horfði óttaslegin á Maríó Hvíslaði: – Hvað var þetta?

83 Hann leit ábúðarfullur á mig – Hljóðið kemur frá refnum Hann festi sig í kaðli úti í garði og ýlfrar af hræðslu – Hvernig veistu? spurði ég – Ég gat ekki sofnað fyrir hljóðinu svo ég læddist út til að athuga málið, svaraði hann á indíánamálinu Mér reyndist erfitt að dylja aðdáunina. Sá var hugrakkur Maríó las hugsanir mínar Hann sagði að sig hefði grunað að hljóðið kæmi frá refnum Því hefði hann ekki verið hræddur Maríó er öruggur í Danmörku. Er það vegna þess að hann er heimavanur? Hvað þýðir orðið heimavanur ?

– Er hægt að hjálpa honum? spurði ég – Já, svaraði hann og dró stóra pylsu upp úr vasanum Það er hægt ef þú kemur með mér Síðan smeygði hann sér út um gluggann og sagði mér að fylgja sér Ég stökk út um gluggann og við læddumst inn á milli trjánna

Úti var myrkur en brátt sáum við refinn. Hann lá flæktur í kaðlinum og ýlfraði vansæll Það var hægara sagt en gert að komast að refnum Hann byrjaði að urra um leið og við nálguðumst Maríó kraup á fjóra fætur og ég hermdi eftir honum Við skriðum hægt til refsins og Maríó kastaði pylsubitum til hans Smám saman hætti refurinn að urra Hann japlaði á pylsubita og leit síðan biðjandi á okkur 85

86 Maríó rétti mér pylsuna – Haltu áfram að gefa honum á meðan ég reyni að leysa hann úr kaðlinum Ég kinkaði kolli og kastaði bita til refsins Hann leit þó ekki við honum heldur fylgdist með Maríó sem fikraði sig nær. Vonandi bítur refurinn ekki, hugsaði ég Hann urraði lágt en hreyfði sig ekki þegar Maríó byrjaði að leysa kaðalinn Ég hélt áfram að kasta pylsubitum og hendurnar skulfu Um stund virtist tíminn standa kyrr Skyndilega spratt refurinn á fætur, greip pylsubita og þaut í burtu – Húrra! hrópaði Maríó

87 – Við björguðum honum, sagði ég montin – Já, samsinnti Maríó glaður og horfði á refinn hverfa út í nóttina. Síðan leit hann á mig og sagði að við skyldum drífa okkur inn Núna tók ég eftir því að fötin mín voru orðin gegnblaut – Já, við skulum gera það – Komum inn til þín að spjalla, sagði Maríó Það er gaman að stelast til að vaka Þegar við komum inn lánaði ég Maríó teppi til að vefja um sig Ég vafði sænginni utan um mig Svo bjuggum við til hús úr teppum og settum lítinn lampa inn í það Þar sátum við og spjölluðum án þess að nokkur fattaði það Teppahúsið var eins og tjald Í rauninni vorum við í útilegu!

Maríó lék á als oddi eftir björgunarleiðangurinn – Þú hefur rétt fyrir þér Spítalar eru dálítið leiðinlegir, viðurkenndi hann Ég tók heilshugar undir það Þá færðist bros yfir andlit hans. – Þess vegna ætla ég að verða dýralæknir! Ég gæti bjargað villtum dýrum sem búa úti í náttúrunni Hann horfði ákafur á mig Viltu koma með mér?

89 Við getum ferðast um öll löndin og hjálpað veikum dýrum, bætti hann við – Núna? hváði ég – Nei, þegar við verðum fullorðin – Já, auðvitað, svaraði ég ráðvillt – Ertu líka til í að bjarga snákum? spurði hann stríðinn Ég þurfti að hugsa mig um Loks sagði ég: – Ih, já, já Ætli það ekki

90 Það leið þó ekki á löngu þar til ég varð jafn spennt og Maríó Við fórum seint að sofa þetta kvöld Við töluðum um dýrin og ferðalögin þangað til augnlokin sigu Þegar Maríó fór heim byrjaði ég strax að hlakka til að hitta hann daginn eftir og tala meira um hugmyndina Ég hlakkaði til að vakna í nýja landinu Hlaupa út og byrja að skoða heiminn

91 Besti vinur minn Maríó mætti snemma næsta morgun og við fórum út með Matta Hann var mjög kátur að sjá Maríó Við fórum með Matta í gönguferð og Maríó sýndi okkur ströndina Því næst röltum við í skóginn og leyfðum Matta að elta íkorna Síðan héldum við heim og borðuðum brauð og djús úti í garði Í sólinni var nýja húsið ekki draugalegt Það var frekar ævintýralegt

92 Maríó kom líka í heimsókn daginn eftir og daginn þar á eftir Brátt gufaði heimþráin mín upp Núna hefur hann komið á hverjum degi í heilan mánuð Við höfum oft farið í skóginn með Matta í kerru og talað um hugmyndina hans Maríós Stundum förum við heim með Maríó Mamma hans gefur okkur alltaf steikta banana og klípur Matta í kinnarnar Hún ætlar að passa hann þegar við Maríó byrjum í skólanum Við verðum saman í bekk og ætlum að sitja hlið við hlið Það verður gaman að kynnast krökkunum í skólanum Maríó á marga góða vini þar en hann segir að ég sé besti vinur sinn

93 Kannski á ég eftir að eignast fleiri vini í skólanum. En Maríó verður alltaf besti vinur minn Hann er skemmtilegastur af öllum Mamma og pabbi eru ánægð með að ég hafi eignast góðan vin. Þau eru líka ánægð með að Matti dýrkar Maríó Matti skælbrosir þegar hann kemur og gleymir að skvetta jógúrt Mamma og pabbi eru sérstaklega ánægð með það Reyndar höfum við Maríó verið svo dugleg að passa Matta í sumar að mamma og pabbi hafa boðið honum með okkur til Íslands Við ætlum í sextugsafmæli ömmu Maríó er mjög spenntur en ekki fyrir afmælinu Hann hlakkar til að sjá Ísland og hitta vini mína

94 Ég er búin að hringja í Dídí, Kára og Bjössa Þau lofuðu að skipuleggja aðra útilegu í garðinum heima hjá Dídí Ég hlakka til að kynna Maríó fyrir þeim Vona að Dídí verði ekki skotin í Maríó Hún á pottþétt eftir að öfunda mig Ég bý í Danmörku með Maríó og tala dönsku Ekki hún! He he he he!

95 Og við Maríó ætlum að ferðast Um Evrópu og til Afríku, Bandaríkjanna og Asíu, Suður-Ameríku og Ástralíu Okkur langar að skoða allan heiminn Lækna dýr og kynnast fólki í Kína, á Indlandi og í Grænlandi Kannski á Norðurpólnum en pottþétt á Íslandi og Kúbu Hvar eru Ísland, Danmörk og Kúba á kortinu?

Lífið er skrýtið. Fyrir nokkrum mánuðum hefði mér ekki dottið í hug að ég myndi flytja í annað land og kynnast strák sem yrði besti vinur minn Mér finnst gaman að lífið sé skrýtið. Það er fullt af ævintýrum og enginn veit hvað bíður handan við hornið! Eina ráðið að vera viðbúin öllu, því allt getur gerst eins og í spennandi bíómynd eða viðburðaríkri sögu Sögu eins og þessari

Allt getur gerst Það getur verið erfitt að flytja til nýs lands. En lífið er oftast fullt af ævintýrum og allt getur gerst eins og í þessari sögu um Möggu sem flutti til Danmerkur. Saga eftir Auði Jónsdóttur með teikningum eftir Þórarin Leifsson. Sagan er til á hljóðbók. 40734

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=