Hér eru birtir nokkrir kaflar
úr bókinni „Svona eru Danir“.
Höfundur bókarinnar er indverski mannfræðingurinn G. Prakash Reddy sem oft hefur heimsótt
Danmörku til að rannsaka lífsmáta Dana.
G. Prakash Reddy, forlaget Grevas 1992.
Mannfræðingar vinna við að
rannsaka lífshætti fólks, fjölskyldumynstur, venjur, hefðir o.s.frv. Algengast er
að mannfræðingar úr iðnríkjunum fari á stúfana til að rannsaka
þjóðir annars staðar í heiminum. En einnig kemur fyrir að þetta snýst
við. Í þessu tilviki er indverski mannfræðingurinn að rannsaka lífsmáta
Dana.
Bókin er í tveimur
hlutum
Í fyrri hluta bókarinnar segir höfundurinn frá þorpinu þar sem hann átti
að búa.
Í síðari hluta bókarinnar er gerð grein fyrir rannsóknum mannfræðingsins.
Krækjur: 1
kafli | 2 kafli
| 3
kafli | 4 kafli
Lestu einn eða fleiri kafla og finndu myndir sem útskýra eða styðja þá lýsingu
sem Prakash Reddy dregur upp af Dönum.
Veldu einn kaflann og spurðu sjálfa/n þig eða félaga þinn eftirfarandi spurninga:
Hvað kom á óvart?
Hvað fór í taugarnar á þér?
Hvað þótti þér leiðinlegt?
Hvað undraði þig?
Hvað gladdi þig að lesa?
Hvernig metur þú þær aðstæður sem Prakash Reddy skrifar um?
Nú skaltu skrifa Prakash Reddy bréf þar sem þú gerir grein fyrir þínum
skoðunum á því sem hann er að lýsa. Útskýrðu hvers vegna lífið
í Danmörku er eins og það er og segðu frá kostum þess og göllum.
Þú gætir athugað hvort hægt er að senda Prakesh Reddy tölvupóst. Ef
það er ekki hægt verður þú að beina bréfinu þínu til bekkjarins. |