Skógur ruddur og gerður að akurlendi



Í skóginum kveða við axarhögg. Tuttugu Indíánar eru að ryðja landspildu í regnskóginum. Þessir menn hjálpast alltaf að þegar stór verkefni kalla. Nú eru þeir að fella tré fyrir náttúrulækni þorpsins, Don Sabino. Á nokkrum klukkutímum ryðja þeir svæði sem er á stærð við tvo eða þrjá fótboltavelli.



Ekki má hreyfa við neinu í nokkrar vikur eða þar til blöð og kvistir hafa þornað. Síðan er farið eldi um svæðið. Stærstu trjábolirnir verða að bíða lengur, þeir verða brenndir síðar. Askan er næring fyrir fyrstu uppskeruna.

Grjótharðir bananar
Fjölskrúðugur matjurtagarður
Að rækta maniok-rætur