Náttúrulæknirinn Don Sabino
Náttúrulæknirinn Don Sabino.
Don Sabino er frændi Carlosar. Hann er þorpslæknirinn eða „shaman“, eins og Indíánarnir
kalla hann. Shamaninn læknar sjúka í þorpinu með náttúrulyfjum sínum.
Hann ákallar andana, oft með því að falla í einskonar dá sem hann kemst
í með því að neyta lækningajurtarinnar ayahuasca.
Í dáinu sér hann hvað veldur sjúkdómnum og hjálpar til við að
fjarlægja skaðvaldinn.
Indíánar trúa því að stundum verði þeir veikir vegna þess að einhver óvinur hafi sent þeim sendingu. Ef slanga bítur þá gæti það stafað af því að óvinur hafi sent slönguna.
Don Sabino reynir að lækna þá, bæði með því að ákalla
andana og gefa þeim jurtaseyði. Og ef hægt er sendir hann þá sem eru alvarlega veikir
með flugvél til læknisins í borginni.
Lærður náttúrulæknir
Læknaerjur