Fjölskrúðugur matjurtagarður
Þegar jarðvegurinn er tilbúinn planta konurnar maniok-rótum, banönum og maís.
Stuttu síðar er röðin komin að öðrum jurtum, t.d. chili-pipar, huituc
til að nota til hárlitunar, lækningajurtum, s.s. ayahuasca,
ávöxtum og ýmsu öðru.
Á einum og sama akrinum geta vel verið fimmtíu eða fleiri mismunandi tegundir, hver innan um aðra. Okkur mundi þykja þetta líkast frumskógi en Indíánarnir þekkja og nota allar jurtirnar.