Frumskóga-rómantík

Oft má rekast á sögur um það, hvernig Indíánar á Amasonsvæðinu lifðu í friðsemd og sátt hver við annan þar til Spánverjarnir hræðilegu fóru drápshendi um heimkynni þeirra. Lestu til dæmis það sem sænskur blaðamaður skrifar í nýju riti um frumskóginn:

Indíánar hafa búið í frumskógum Amasonsvæðisins í u.þ.b. 14.000 ár. Í mörg þúsund ár hafa þeir lifað af því sem frumskógurinn gefur af sér án þess að eyðileggja viðkvæma náttúruna. Þeir hafa veitt sér til matar, safnað ávöxtum og sáð í litlu garðana sína.
Þar sem Indíánar hafa ráðið yfir geysilega stóru landflæmi hefur aldrei ríkt samkeppni um eignarhald á landinu eða veiðirétt.
En þegar Spánverjar komu í byrjun 14. aldar fór allt úr jafnvægi. Sigurvegararnir settu upp kristniboðsstöðvar og breyttu þannig lífi og menningu Indíánanna…
(Þýtt úr sænsku tímariti um Amasonsvæðið frá 1998).

Hið sanna er að allt bendir til þess að Indíánar hafi átt í erjum innbyrðis áður en Spánverjar komu: Saga Indíána í Suður-Ameríku. Í goðafræði Indíána segir af mörgum blóðugum styrjöldum ættbálka. Barátta um veiðiheimildir og yfirráð lands er líka algeng á þeim svæðum, þar sem áhrif Spánverja hafa verið takmörkuð.

Enn í dag búa herskáir ættbálkar á einangruðum svæðum, sumir vegna þess að þeir óttast blóðhefnd annarra ættbálka.

„Indíánar“ - misskilningurinn mikli
Tagaeris-indíánar
Ráðgjöf Indíána