Tagaeris-indíánar

Á einum stað í Ekvador býr t.d. ættbálkur Indíána, u.þ.b. 80 manns. Þeir eru kenndir við Tagaeris. Tagaeris-indíánarnir flýðu inn í frumskóginn eftir margra ára stríð við aðra Indíána. Síðast var reynt að ná tengslum við þá árið 1988. Þá fór spænskur kristniboði inn á landsvæði þeirra. Áður en varði var ráðist á hann með spjótum. Síðan þá hafa menn verið sammála um að sennilega væri best að láta Tagaeris-indíánana eiga sig.

Samt sem áður hafa mörg olíufyrirtæki reynt á síðari árum að komast inn á svæðið í leit að olíu. En í janúar 1999 lýsti stjórn Ekvador yfir friðhelgi svæðisins. Í því felst að enginn megi nokkurn tíma nýta olíuna þar.

Tagaeris-indíánarnir eru meðal síðustu ættbálkanna sem hafa valið sér það hlutskipti að standa utan hins svokallaða siðmenntaða heims. Aðrir hópar Indíána hafa fyrir löngu blandað blóði við aðra, og velta má fyrir sér hvort enn eigi að telja það fólk til Indíána.