„Indíánar“ - misskilningurinn mikli

Orðið „Indíáni“ er byggt á misskilningi Kristófers Kólumbusar, en hann steig fyrstur Evrópubúa fæti á meginland Suður-Ameríku árið 1492. Kólumbus hélt að hann hefði fundið siglingarleið til Indlands. Þess vegna kallaði hann fólkið sem var fyrir í landinu „Indíána“.

Þetta gerðist fimm hundruð árum eftir að víkingar komu til meginlands Norður-Ameríku.