Saga Indíána í Suður-Ameríku

Forfeður Indíána bárust yfir svæðið sem nú er nefnt Panama fyrir að minnsta kosti 14.000 árum. Nýjustu rannsóknir benda jafnvel til þess að í Suður-Ameríku hafi búið fólk fyrir allt að 27.000 árum. Í byrjun ferðaðist þetta fólk um og veiddi sér til matar eða safnaði jurtum. En smám saman fór það að rækta jörðina.

Indíánar hafa alla tíð átt í innbyrðis erjum. Samt sem áður er það koma hvíta mannsins sem hefur reynst Indíánum mesta ógnin. Sagnfræðingum ber ekki saman um hve margir Indíánar hafi búið á Amasonsvæðinu þegar Spánverjar komu þangað. Það kunna að hafa verið um tíu milljónir. Sjúkdómar sem Spánverjar báru með sér útrýmdu þeim flestum. Indíánar voru næmir fyrir mislingum, inflúensu og öðrum sjúkdómum sem ekki lögðust sérlega þungt á Spánverjana. Þess vegna hrundu Indíánarnir niður.

Spánverjar héldu að þeir myndu finna mikil auðæfi. Í fyrstu leituðu þeir eftir kryddjurtum sem þeir héldu að mikið væri um í frumskóginum.

Nú á tímum þekkjum við kanel best eins og við notum hann á hrísgrjónagraut eða fáum hann á kanelsnúðunum úr bakaríinu. En á 14. öld var kanell dýrmætt meðal sem kom frá fjarlægum löndum. Og þegar Spánverjar fundu loks kanel á stað sem nú er í ríkinu Ekvador kölluðu þeir hann Canelos. Nú á tímum er trúboðsstöð í Canelos.