Smelltu á réttan hnapp.
Lögreglan mætti á svæðið.
Axel: Hæ, stelpur fyrirgefið hvað ég er seinn.
Lena:Ertu bara einn? Hvar er Ray?
Axel: Við fórum saman í íþróttabúðina og svo hvarf hann bara. Hafið þið heyrt í honum?
Lena:Nei, við vorum einmitt að reyna að ná í hann.
Axel: Hvar er hann eiginlega?
Valdís:Hann hlýtur að vera á leiðinni.
Axel: Heyrðu, nú hringir Ray. Hvar ertu maður? Ha, í alvöru! Vá! Drífðu þig til okkar.
Lena:Hvað gerðist?
Axel: Sá lenti í ævintýri, löggan og allt á svæðinu.